is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25116

Titill: 
  • Matarvenjur og matvendni barna með offitu
  • Titill er á ensku Food habits and picky eating in a sample of obese children
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Fæðuuppeldi foreldra er talið hafa mikil áhrif á fæðumynstur, fæðuval og þyngd barna. Margar rannsóknir sýna að offita barna hefur aukist mikið á undanförnum árum. Matvendni barna, líkt og offita barna getur valdið talsverðum vanda í fjölskyldum og í sumum tilvikum haft bein áhrif á hegðun barna og hugsanlega einnig foreldra þeirra. Matvendni er skilgreint út frá því að barn geti annaðhvort verið með fæðusérvisku og fæðuval þess sé einhæft eða nýfælni þar sem barn sýnir ótta við að bragða á nýjum bragðtegundum. Fáar rannsóknir hafa skoðað algengi matvendni í úrtaki barna með offitu og hugsanleg tengsl matvendni við hegðunarvanda og önnur sálræn vandamál. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig matarvenjur og matvendni lýsir sér í úrtaki barna með offitu og fá vísbendingar um það hversu algeng matvendni er hjá börnum með offitu. Annað markmið rannsóknar var að gera tilraun til þess að bera kennsl á sameiginlega einstaklingsbundna þætti barna með offitu sem einnig eru með matvendni.
    Efniviður og aðferð: Úrtakið samanstóð af 107 börnum með offitu sem komið höfðu í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins á árunum 2007-2015. Foreldrar voru beðnir um að svara þýddum og staðfærðum spurningarlista sem innihélt 33 staðhæfingar um matarvenjur og matvendni barna. Niðurstöður úr þeim lista voru bornar saman við upplýsingar sem aðgengilegar voru í gagnagrunni Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Gagnagrunnur Heilsuskólans hafði að geyma upplýsingar frá viðtali við foreldri barns við fyrstu komu þess í Heilsuskólann. Í þessum gögnum var að finna upplýsingar um fyrri geð- og þroskagreiningar og niðurstöður úr matstækinu Spurningalistinn um styrk og vanda (SDQ). Niðurstöður úr SDQ gáfu til kynna hvort barn var með hegðunar- eða tilfinningavanda yfir mörkum. Þær geð- og þroskagreiningar sem voru skoðaðar voru ADHD, kvíðaröskun, þunglyndisröskun, einhverfurófsröskun og námserfiðleikar.
    Niðurstöður: Algengi matvendni í þessu úrtaki barna með offitu var 31% út frá skilgreiningu rannsakenda. Skilgreining rannsakenda var í samræmi við skilgreingar fyrri rannsókna á þessu sviði þar sem matvendni felst í því að barn sé með nýfælni og/eða fæðusérvisku. Út frá játandi svari foreldra við staðhæfingu hvort barn væri matvant þá töldu 39% foreldra barn sitt matvant. Borin voru kennsl á ýmsa sameiginlega þætti í matarmynstri matvandra barna þar sem matvönd börn eru meðal annars talsvert líklegri til þess að hafna nær alltaf beiskum mat, mat með ákveðinni áferð og blönduðum eða samsettum mat. Af þeim börnum sem voru með hegðunarvanda samkvæmt SDQ þá voru talsvert fleiri matvandir samanborið við þá sem ekki voru með hegðunarvanda. Af þeim börnum sem voru með kvíðaröskun eða námserfiðleika þá voru einnig talsvert fleiri börn matvönd samanborið við þá sem ekki voru með kvíðaröskun eða námserfiðleika. Ekki var borið kennsl á hærri tíðni matvendni hjá börnum sem voru með tilfinningavanda yfir mörkum samkvæmt SDQ eða skráða þunglyndisröskun, einhverfurófsröskun eða ADHD.
    Ályktun: Matvendni, hegðunarvandi og fyrri geð- og þroskagreiningar virðast vera nokkuð algengar í úrtaki barna með offitu. Meðal barna með offitu þá gæti þurft að huga betur að þeim börnum sem eru matvönd og sníða að þeim einstaklingsmiðaðri meðferðarúrræði. Upplýsingar sem safnaðar voru í þessari rannsókn um matarvenjur matvandra barna með offitu gætu hugsanlega verið gagnlegar til þess að bæta meðferðarvinnu með þessum hópi barna.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Family environment and upbringing are considered to influence food selection and weight status of children. Childhood obesity has increased over the past years and is now considered to be a worldwide problem. Picky eating behaviour is also considered to be another problem for many children and may have a negative impact on families. Picky eating is generally defined in two different ways, e.g. neophobia and fussy/picky eating. The reluctance, or avoidance, to eat new foods is considered to reflect neophobia and in contrast a fussy/picky eater is considered to consume an inadequate variety of foods. At present, few studies have focused on the relationship between picky eating, behavioural problems and other psychosocial problems of children. The objective of this study was to determine the prevalence of picky eating among obese children and try to identify their eating patterns, with regard to picky eating. The second objective of this study was to try to identify common individualized factors among obese and picky eating children.
    Material and methods: Participants were 107 obese children that participated in the family-based behavioural group treatment at The School of Health (TSH) for obese children at the Children´s Hospital in Reykjavik. A questionnaire regarding food habits and picky eating was sent to the parents of participating children and the results were compared to pre-existing data from TSH. Among variables in this database was information about psychological well-being according to results from The Strenghts and Difficulties Questionnaire (SDQ) and previous psychological diagnosis that was listed during the first family visit to THS. The specific diagnosis that were looked at were Attention Deficit Hyperactivity Disorder (ADHD), anxiety disorders, depressive disorders, Autism Spectrum Disorder (ASD) and learning disabilities.
    Results: The prevalence of picky eating, according to definition of the researchers, was 31% in this sample of obese children. The definition that was used was based on the current definition of neophobia and picky eating. 39% of the parents participating in this study considered their child to be a picky eater. Several common factors were identified regarding the children´s eating pattern in this study. Picky eaters appear to be more likely to; reject bitter tasting food, reject food with a specific texture and mixed and combined foods. Children that met the criteria for behavioural problems (according to results from the SDQ), were considerably more likely to be picky eaters, compared to children without behavioural problems. Children that had an earlier diagnosis of an anxiety disorder or learing disablities were also considerably more likely to be picky eaters, compared to children without these problems. The study on the other hand did not identify a higher prevalence of picky eating among children with emotional problems (according to results from the SDQ) nor among children with an earlier diagnosis of a depressive disorder, ASD or AHDH.
    Conclusion: Picky eating, behavioural problems and an earlier psychological diagnosis are commonly found among obese children. This study may possibly be helpful in tailoring a more individual therapeutic intervention for children that are obese and considered picky eaters.

Samþykkt: 
  • 9.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25116


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnhildur Gunnarsdóttir1.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna