is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2512

Titill: 
  • Eru Íslendingar ónæmir fyrir vöxtum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikil þensla hefur einkennt íslenskt samfélag seinustu ár. Einkaneysla hefur vaxið langt umfram ráðstöfunartekjur þjóðarinnar. Dýr yfirdráttarlán einstaklinga uxu gríðarlega og kreditkortaskuldir einnig. Nýskráning bifreiða og kaup á dýrum munaðarvörum jókst og utanlandsferðir seldust eins og heitar lummur. Kaupmáttur jókst mikið á þessu tímabili en þrátt fyrir það tókst þjóðinni að eyða umfram ráðstöfunartekjur. Árið 2003 hóf Seðlabankinn stýrivaxtahækkunarferli með það að leiðarljósi að draga úr þenslu í samfélaginu og hækkuðu stýrivextir um 11% á 7 árum. Hefðbundnar hagfræðikenningar segja að neysla eigi að dragast saman þegar að vextir hækka eða að minnsta kosti hægja á sér. Tilraunir Seðlabankans til að draga úr þenslu báru ekki árangur og neyðsluglaðir Íslendingar héldu áfram að eyða og taka lán. Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru notaðir sem viðmiðun um vexti en stýrivextir eru þeir vextir sem stýra verði á lánsfjármagni. Gert er grein fyrir einkaneyslu heimilanna frá árinu 2003 þegar að stýrivaxtahækkunartímabil Seðlabankans hófst fram til ársins 2008. Skuldir heimilanna eru einnig skoðaðar og þá sérstaklega yfirdráttárlán þar sem þau eru yfirleitt tekin til að standa straum af neyslu en vextir af þeim hafa verið gríðarlega háir. Að lokum er þróun einkaneyslu og skuldanna sett í samhengi við stýrivextina og út frá þeim niðurstöðum er hægt að draga þá ályktun að Íslendingar séu ónæmir fyrir vöxtum.

Samþykkt: 
  • 8.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heild_fixed.pdf795.98 kBLokaðurHeildartextiPDF
Meginmál_fixed.pdf658.19 kBLokaðurMeginmálPDF
Efnisyfirlit_fixed.pdf102.75 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heimildaskrá_fixed.pdf102.06 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna