ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2513

Titill

Skilgreining atvinnurekstrar í skattalegu tilliti

Útdráttur

Atvinnurekstur má almennt skilgreina sem sjálfstæða starfsemi, sem stunduð er með reglubundnum hætti og í nokkru umfangi í ekki mjög skamman tíma í þeim efnahagslega tilgangi að hagnast að fé. Þegar þessi skilgreining er skoðuð nánar má sjá, að til að starfsemi teljist atvinnurekstur þarf þremur skilyrðum að vera fullnægt en þau eru sjálfstæði, umfang og regluleiki sem og hagnaðartilgangur.
Skilyrðinu um sjálfstæði er að jafnaði fullnægt ef starfsemi er innt af hendi af lögaðila. Þegar kannað er í skattframkvæmd hvort starfsemi sé nógu sjálfstæð er algengast að kannað sé hvort eintaklingur sé nógu sjálfstæður til að teljast verktaki.
Í tengslum við skilyrðið um umfang og regluleika er hægt að kanna tíðni þeirra viðskipta sem eiga sér stað og heildartekjur starfsemi yfir ákveðinn tíma. Einnig er hægt að kanna heildarvirði þeirra eigna sem notað er við starfsemina.
Starfsemi þarf að hafa þann tilgang að skila hagnaði til að geta talist atvinnurekstur. Ekki er skilyrði að starfsemin skili hagnaði heldur þarf viðhorf skattaðila til starfseminnar að vera þess eðlis að henni sé ætlað að skila hagnaði. Gefa hin hlutrænu skilyrði sjálfstæði, umfang og regluleiki vísbendingu um hvert viðhorf skattaðila er.

Samþykkt
8.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Atvinnurekstur_fixed.pdf218KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna