is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25141

Titill: 
  • Misnotkun á markaðsráðandi stöðu í formi verðþrýstings
  • Titill er á ensku Abuse of Dominant position in the form of Margin squeezing
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkeppnisréttur hefur verið í mikilli þróun á Íslandi frá því að EES-samningur var innleiddur í landsrétt árið 1993. Frá innleiðingu EES-samningsins hafa samkeppnisreglur á Íslandi þróast að fyrirmynd evrópskra samkeppnisreglna en er aðildarríkjum gert að samrýma löggjöf landsréttar að samningnum meðal annars hvað varðar samkeppnisreglur. Misnotkun á markaðsráðandi stöðu í formi verðþrýstings er tiltölulega nýtilkomið sem sérgreint misnotkunarform. Þegar það kom fyrst til skoðunar var talið að heimfæra ætti slíka háttsemi undir önnur misnotkunarform, þ.e. sölusynjun, yfirverðlagningu eða skaðlega undirverðlagningu. Straumhvörf urðu á réttarframkvæmd verðþrýstings þegar fjarskiptamarkaðir Evrópu voru opnaðir fyrir samkeppni en áður höfðu ríkisrekin fyrirtæki staðið ein á þeim mörkuðum undir vernd einkaleyfa. Var þá fyrirtækjum sem ráku fjarskiptakerfi innan aðildarríkis gert að veita þeim aðilum sem vildu starfa á markaði aðgang að fjarskiptakerfi aðildarríkisins. Var aðildarríkjum gert að veita þessum viðskiptum sérstakt aðhald en verðlag fyrirtækja var sérstaklega til skoðunar og jafnvel undirorpið ákvörðunum eftirlitsstofnana viðkomandi aðildarríkis. Aðeins einu sinni hefur samkeppniseftirlitið á Íslandi ákvarðað að innlent fyrirtæki hafi gerst sekt um verðþrýsting en var það í máli Símans. Grunnskilyrði verðþrýstings hafa verið leidd fram í ákvörðunum Framkvæmdastjórnar Evrópu og Evrópudómstólsins en frumskilyrðin eru að um markaðsráðandi stöðu sé að ræða og að fyrirtæki sé starfandi á heildsölumarkaði og afleiddum smásölumarkaði. Verðþrýstingur er í stórum dráttum fólginn í verðdreifingu á milli heildsöluafurðar, sem beint er til fyrirtækja á afleiddum smásölumarkaði, og verðlagningar sem beint er til neytenda í samkeppni við þau fyrirtæki.

Samþykkt: 
  • 10.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HeiðarIngiGunnarsson_BS_lokaritgerd.pdf916.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna