is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25148

Titill: 
  • Stafræn markaðssetning fyrir Samskip : hvernig geta Samskip nýtt sér kosti stafrænnar markaðssetningar?
  • Titill er á ensku Digital marketing for Samskip : what possibilities are out there for Samskip regarding digital marketing?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í upplýsinga- og tæknivæddu samfélagi sem við lifum í dag, verður krafan á fyrirtæki æ meiri til að gera samskipti sín við viðskiptavini eins hnökralaus og einföld og mögulegt er. Á sama tíma fær rödd neytenda meira vægi með tilkomu samfélagsmiðla og þurfa fyrirtæki að ákveða hvar, hvenær, hverjum og hvernig þau ætla að birtast út í hinum stafræna heimi.
    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að meta núverandi stöðu Samskipa með tilliti til stafrænna þátta og meta með hvaða hætti Samskip geta nýtt sér kosti stafrænnar markaðssetningar. Í fyrri hluta þessarar ritgerðar er farið yfir þá fræðilegu þætti sem snúa að stafrænni markaðssetningu og helstu hugtök. Í síðari hluta ritgerðarinnar eru samfélagsmiðlar skoðaðir með tilliti til fyrirtækjamarkaðar ásamt greiningu á stafrænu umhverfi Samskipa. Framkvæmdar eru stafrænar greiningar með aðstoð viðurkenndra módela stafrænnar markaðsfræði til að ná fram skýrari mynd á hvaða tækifæri eru til staðar fyrir Samskip. Jafnframt er skoðuð rannsókn Cerasis, fyrirækis á flutningamarkaði í Bandaríkjunum sem gaf áhugaverðar niðurstöður og markmiðasetning þeirra metin og tengd stafrænum fræðum.
    Niðurstöður greiningarvinnunnar leiddu í ljós að tækifæri eru til staðar fyrir Samskip og möguleikar fyrir fyrirtækið að nýta sér enn frekar kosti stafrænnar markaðssetningar til frekari vaxtar á markaði.

Samþykkt: 
  • 10.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf45.18 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Oskar_Jensson_BS_lokaverk_skemman.pdf2.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkið er lokað tímabundið vegna viðkvæms efnis.