is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25163

Titill: 
  • "Það virðast allir vita hvað þeir vilja" : reynsla stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja af samskiptum og menningu vegna markaðssetningar í Japan, Kína og Hong Kong.
  • Titill er á ensku „They all seem to know what they want“ : The experience of managers of Icelandic design companies of communication and culture in the process of marketing in Japan, China and Hong Kong.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hönnun er ung atvinnugrein á Íslandi en hefur farið vaxandi á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Hér var sérstaklega horft til hönnunar á lífsnautnavörum en mörg hönnunarfyrirtæki hafa fært út kvíarnar frá innanlandsmarkaði, meðal annars til Austur-Asíu. Ólík menning fylgir fjarlægum mörkuðum og þar af leiðandi menningarmismunur en þetta eru þættir sem skipta máli í alþjóðlegum viðskiptum. Aðalmarkmið þessarar rannsóknar var að fá skilning og innsýn inn í reynslu stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja af samskiptum við dreifingaraðila, umboðsmenn og verslunareigendur vegna markaðssetningar í Austur-Asíu og hvernig þeir tókust á við menningarlegar áskoranir. Tekin voru viðtöl við stjórnendur íslenskra hönnunarfyrirtækja sem selja lífsnautnavörur í Japan, Kína og Hong Kong. Notast var við fyrirbærafræði. Viðmælendur voru þrír karlmenn og fimm konur sem eru stjórnendur hjá íslenskum hönnunarfyrirtækjum. Helstu niðurstöður voru að stjórnendurnir upplifðu að viðskiptavinir þeirra í Japan, Kína og Hong Kong kæmu hreint fram, væru pottþéttir og vissu hvað þeir vildu, að eftirspurn væri eftir evrópskum lúxus- og gæðavörum og að Austur-Asíubúar færu sínar eigin leiðir í klæðaburði. Sýnileiki var jafnframt talinn mikilvægur og kom fram að samskiptamiðlar njóti vinsælda á þessum markaði. Stjórnendurnir sögðust takast á við áskoranir með umburðarlyndi og sveigjanleika til að koma á góðum samskiptum og halda í viðskiptavinina. Upplýsingaöflun var lykilþáttur til að takast á við þær áskoranir sem fylgja stórum og fjarlægum markaði. Þekking á markaðnum var einnig leið til að takast á við áskoranir og komu samstarfsaðilar á svæðinu þar sterkt inn. Að síðustu kom fram að auðveldara væri að eiga viðskipti við fjarlæg lönd en áður og að viðskipti væru ekki svo frábrugðin á þessum markaði en annars staðar í heiminum.

  • Útdráttur er á ensku

    Design is a young sector in Iceland but has been growing since the economic collapse in 2008. Here we are emphasising on designing hedonic products, but many design companies are marketing their products abroad, such as in East Asia. Marketing in a distant market can be a challenge, the culture is different an therefore managers are likely to experience cultural differences. These are indeed factors that are important when it comes to international business. The main objective of this thesis was to gain understanding on how managers of Icelandic design companies experience communication with distributors, agents or retailers in marketing in East Asia and how they managed the cultural challenges they had encountered. The method chosen was phenomenology and information was gathered with semi-structured interviews. The participants were eight managers of Icelandic design companies that sell hedonic design products in Japan, China and Hong Kong. The main findings were that the managers experienced East Asians as downright in communications and aware of what they want. Also their experience was that demand is for European luxury products in this market and East Asians strive for individualism in their style. Visibility was considered important and social media popular in this market. The managers managed challenges with tolerance and flexibility. Also information gathering was considered a key factor when dealing with challenges from a large and distant market. Knowledge of the market was another way to deal with challenges where partners in the market play a large role. Last, the experience was that it‘s easier to do business with distant countries than before and doing business is not that different in this market than in other parts of the world.

Samþykkt: 
  • 10.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25163


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda_Jonsdottir_MS_Ritgerd-signed.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna