is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25172

Titill: 
  • Líðan nemenda með lestrarerfiðleika : „það er bara erfitt að vera svona“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samkvæmt íslenskri orðabók merkir orðið að lesa það að ráða úr leturtáknum þannig að úr verði samfellt mál, orð og setningar. Að vera læs telst aftur á móti sá sem kann að lesa og byggir nám að miklu leyti á þeirri færni (Mörður Árnason, 2007).
    Ekki ná allir góðri lestrarfærni, þó að vilji sé fyrir hendi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna líðan nemenda á elsta stigi grunnskóla, sem glíma við lestrarerfiðleika og kanna hvaða áhrif sú reynsla hefur á daglega líðan þeirra, í og utan skóla. Reynt var að varpa ljósi á hvers eðlis áhrifin eru, hvaða einkenni birtast og viðbrögð nemendanna sjálfra við þeim. Rannsóknir sýna að lestrarerfiðleikar geta haft mikil áhrif á líf nemenda og upplifa þeir sig daglega undir álagi vegna ólíkra erfiðleika. Áhrifaþættir eins og ósanngjarn samanburður við aðra nemendur og matsaðferðir valda þeim einnig álagi og hafa áhrif á mótun sjálfsálits þeirra.
    Rannsóknin var eigindleg. Tekin voru átta viðtöl við ungmenni með lestrarerfiðleika og sýndu helstu niðurstöður að flest þeirra höfðu upplifað vanlíðan í skóla vegna erfiðleika eða álags tengt náminu. Viðmælendurnir upplifðu auk þess bæði álag og kvíða vegna heimanáms og þátttöku í viðburðum í skólanum. Vísbendingar í niðurstöðum sýndu einnig þörf fyrir einstaklings¬miðað nám fyrir nemendur með lestrarerfiðleika, ásamt nauðsyn þess að veita þeim oftar möguleika á sérúrræðum eins og kennslu í námsveri eða í minni hópum.

  • Útdráttur er á ensku

    According to the Icelandic dictionary, the verb to read means to decipher graphic symbols so that they form continuous text, words and sentences. A literate person is therefore someone who can read and who bases his or her studies in great part on that skill, the ability to read well.
    However, not everyone achieves this skill, and the aim of this study was to investigate the emotional wellbeing of those students, specifically students with reading-related learning diabilities, in the final years of compulsory education; and what effect that experience has on their emotional wellbeing both in and outside of school. The aim was to show the nature of that effect, the symptoms that emerge, and the students’s reactions to those. Studies show that reading-related learning disabilities can have a considerable effect on students’ daily lives, and they can experience daily stress, due to the difficulties. Contributing factors, like unfair comparison with other students and appraisal methods also caused them stress and shape their self-confidence levels.
    The study was qualitative. Interviews were conducted with eight young persons with reading-related learning disibilities. The main findings were; that most of the interviewees have experienced emotional distress at school because of the reading-related learning disibilities, or due to stress in connection with their studies. They have also experienced stress and anxiety due to homework and participation in school events. The findings suggest that in addition to resources such as teaching classes in a study lab or in smaller groups the individual needs of students with reading-related learning disibilities need tailoring to allow everyone to study at their own pace.

Samþykkt: 
  • 13.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA verkefni.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna