is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25181

Titill: 
  • „Svo erum við náttúrulega með Gísla gamla Súrsson“ : læsi og lestrarkennsla í unglingadeildum grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að beina sjónum að þekkingu og reynslu reyndra íslenskukennara af læsi og lestrarkennslu unglinga. Skoðað var hvaða leiðir kennararnir fara til að kenna unglingum lestur og efla læsi þeirra. Aðferðin við rannsóknina var eigindleg og fólst í viðtölum við átta reynda íslenskukennara í unglingadeildum í átta grunnskólum í Reykjavík. Viðtölin voru tekin í nóvember og desember 2015 og unnið var úr gögnum jafnóðum.
    Í rannsókninni var leitast við að fá fram þær leiðir sem íslenskukennarar hafa mesta trú á til að kenna unglingum lestur og efla læsi, hvaða leiðir þeir fara og hvernig hægt sé að gera betur. Litið var til bakgrunns kennaranna og menntunar með tilliti til íslensku- og lestrarkennslu, stefnu skólanna í lestri og lestrarkennslu, samvinnu kennara, námsefnis og námsmats og þeirra aðferða sem þeir nota til að kenna lestur og efla læsi.
    Meginniðurstöður eru að allir viðmælendur hafa áhyggjur af minni lestrarfærni nemenda sinna og telja að þeir tapi hefðbundnum orðaforða vegna þess að þeir lesa sjaldan afþreyingarbækur og tala minna við fullorðna en áður. Þeir lesa samt mjög mikið og hafa samskipti í gegnum tölvur og snjallsíma en orðaforði þeirra er annar og virðist ekki nýtast til að auka eða bæta lesskilning. Lestrarkennsla unglinganna felst í að kveikja áhuga á bókum, hvetja þá til lesturs, veita tíma til yndislesturs í skólanum og leggja fyrir verkefni sem krefjast lesturs og ritunar og verkefna sem eiga að auka lesskilning. Kennararnir lesa mikið fyrir nemendur í bókmenntatímum og fá þá til að lesa sjálfa með því að leggja fyrir þá verkefni og próf og gefa einkunnir fyrir. Kennararnir muna ekki eftir að áhersla hafi verið lögð á læsi og lestrarkennslu unglinga í kennaranáminu og telja áríðandi að foreldrar og heimilin axli ábyrgð á lestri barna.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this paper was to look at the knowledge and experience of
    long-standing teachers of literacy and reading instruction for adolescent: how they teach them to read and how they reinforce literacy was examined. The method was qualitative and eight interviews were conducted with eight experienced teachers of Icelandic in different schools in Reykjavik. The research focused on the methods these teachers believe improve reading and literacy, their approaches were reviewed and their opinions on how to improve literacy among adolescent collected. Furthermore, the teachers personal background and education was viewed in terms of reading instruction, the teaching policy for literacy and reading instruction in the schools they worked in, how the teachers cooperated with other practitioners, the general curriculum and assessment methods they used, and finally the methods the teachers use to teach and promote literacy.
    The main conclusions were that all the teachers are concerned because of
    students decreased reading skills. They believe that the students do not master traditional vocabulary because they seldom read for pleasure and do not converse with adults. Nevertheless, they read substantive amount of text and communicate profusely via social media and smartphones. The vocabulary they employ is, however, different. It does not seem to increase or improve reading comprehension. In their teaching of literacy these practitioners aim at motivating and encouraging the students to read, provide time for leisure reading at school, to submit projects that require reading and writing and are designed to increase comprehension. The teachers read large amounts of text for the students; they encourage them to read more by asking for projects, tests and marking. The teachers do not recall from their training any focus being
    given to the literacy and reading of adolescent. They believe it is important for parents and families to take responsibility for embedding reading and literacy.

Samþykkt: 
  • 13.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - Anna María.pdf1.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna