is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25185

Titill: 
  • „Krakkar tala um það sem er í kringum þau ... og það er ekki það sama 1973 og 2015“ : Reynsla unglinga og unglingastigskennara af þróun orðaforða og málnotkunar hjá unglingum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aukin athygli hefur á undanförnum misserum beinst að málnotkun og orðaforða unglinga hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Tungumál víða um heim eru að breytast ekki síst með tilkomu rafrænna textaskilaboða ýmiss konar. Íslensk tunga hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Hér á landi hefur skólafólki og öðrum þeim sem áhuga hafa á varðveislu tungumála verið tíðrætt um málfar ungs fólks. Á það bæði við um talmál og ritmál. Markmið rannsóknarinnar var að gefa skýra mynd af sýn tveggja hópa, unglinga og unglingastigskennara á málnotkun og orðaforða ungs fólks. Leitað var svara með eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru sex viðtöl. Fjögur þeirra voru einstaklingsviðtöl við kennara á unglingastigi og tvö voru rýnihópaviðtöl þar sem unglingar á aldrinum 15-18 ára tóku þátt. Helstu niðurstöður voru þær að reynsla beggja hópa er sú að málnotkun og orðaforði unglinga er annar en þeirra sem eldri eru. Tölvunotkun unglinga er mikil, það fullyrða þeir sjálfir. Tölvurnar nýta þeir til samskipta á rafrænum miðlum eins og Messenger, Snapchat, Instagram og Vine. Samskiptin þar eru einhvers konar blanda af talmáli og ritmáli. Þar stytta þeir, skammstafa og bjaga orðin auk þess sem þeir bregða fyrir sig ensku. Þar ofan á nota þeir mikið broskarla og myndatákn. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að þetta sérstaka ritmál sé notað í öllu minna mæli en margir halda. Það kom til að mynda skýrt fram hjá báðum hópum að slík ritun einskorðast við rafrænu miðlana og sést þar af leiðandi aldrei í þeirri vinnu sem þau skila af sér í skólanum.

  • Útdráttur er á ensku

    Recently, the usage and vocabulary of Icelandic adolescents has been a topic of concern. This also applies to the vocabulary of adolescents around the globe. The languages spoken in the world are developing, especially now with the rapid increase of text messages of various types. The Icelandic language is no exception. In this country, scholars and others concerned with the preservation of languages have turned their attention to young people’s usage and vocabulary, both written and spoken. The objective of this research was to shed light on the attitudes of two groups, adolescents and their teachers, towards young people’s vocabulary and usage. Qualitative research methods were used in six interviews altogether. Four teachers were interviewed separately in addition to two focus groups interviews where the participants were 15- to 18-year-olds. The main findings of this research were that the experience of both groups, i.e. the adolescents and their teachers, shows that the vocabulary and usage of adolescents differs from those who are older. The adolescents’ use of computers is extensive, which is confirmed by themselves, and they used the computers for electronic communication such as Messenger, Snapchat, Instagram and Vine. These means of communications are an amalgamation of the written and the spoken word. There they use acronyms, abbreviations, textspeak and even resort to the English language. Also, they use smileys and different types of emojis significantly. From these findings it can be concluded that this specific use of the written word is less prevalent than is generally believed. For example, both groups confirmed that such use of written words is limited to electronic communication only and is therefore never to be seen in their schoolwork.

Samþykkt: 
  • 13.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraprófsritgerð Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir.pdf993.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna