is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25186

Titill: 
  • Þróun leiðsagnarmats : áskoranir og tækifæri í starfi kennarateymis á miðstigi grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig kennarar gera ákvæði aðalnámskrár um leiðsagnarmat að virkri námskrá. Leitað var eftir samstarfi við teymi kennara á miðstigi grunnskóla um þróun leiðsagnarmats til að greina hvað einkennir þróun þess. Áhersla var lögð á að læra af ferlinu og að meta hvernig má styðja við kennara í þróun leiðsagnarmats. Snið starfendarannsókna er því ákjósanlegt vegna þess að slíkar rannsóknir leggja áherslu á að bæta starfshætti, fela í sér menntun rannsakanda og þátttakenda og leiða til niðurstöðu sem hefur gildi fyrir það samhengi sem unnið er í.
    Gagna var aflað m.a. með reglulegum samstarfsfundum með kennurum í þróunarferlinu, viðtölum við kennara, nemendur og aðstoðarskólastjóra og rýnt í ýmis fyrirliggjandi gögn, s.s. skólanámskrá, starfsáætlun og kennsluáætlanir. Í rannsókninni var gengið út frá því að árangursrík þróun í skólum byggist á samvirkni milli námskrárþróunar, skólaþróunar og starfsþróunar kennara. Horft var út frá námskrárþróunarlíkani Rogan og Grayson sem tekur til: a) skilgreiningar á þróunarstarfi og stöðumati, b) getu skólans til að styðja við breytingarstarf og c) ytri stuðnings og umhverfis í breytingarstarfi.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til að með því að skilgreina meginmarkmið og setja viðmið í samvinnu við nemendur varð námsferlið markvissara og nemendur áttu auðveldara með að ræða og meta nám sitt sjálfir. Kennarar voru óöryggir í að skipuleggja hæfnimiðað nám með áherslu á aukna þátttöku og ábyrgð nemenda í námi og þeir þurftu stuðning við að yfirfæra þekkingu á leiðsagnarmati á eigin náms- og kennsluaðstæður. Einnig benda niðurstöður til að leggja ætti áherslu á þróun námsmenningar lærdóms-samfélags í þeim tilgangi að styðja við starfsþróun kennara. Setja þarf skýr viðmið um starfshætti leiðsagnarmats til að móta sameiginlegan skilning á því hvað í slíkum starfsháttum felst og til að gera kennurum kleift að meta stöðu sína í þróun leiðsagnarmats og þar með aukinni þátttöku og ábyrgð nemenda í námi.

  • Útdráttur er á ensku

    The aims of the research are to shed light on how teachers enact the requirements of the national curriculum regarding formative assessment. The research involves collaboration of primary school teachers in one cumpulsary school to identify what characterizes the development of formative assessment. The emphasis was on learning from the process and evaluating how teachers can be supported in their development. Action research was chosen as research design because it focuses on improving practices, including the education of both the researcher and the participants leading to results that are relevant to the local settings.
    Data were collected, with regular meetings with the teachers in the development process, interviews with teachers, students and an assistant principal and by examining the various existing data such as the school curriculum, the school‘s workplan and teaching plans. The study is based on the theory that sustainable curriculum innovations in schools builds on synergy between curriculum development, teacher development and school organization development. The research model is based on Rogan and Grayson‘s (2003) theory of curriculum implementation which consists in three major constructs a) profile of implementation, b) the schools capacity to support innovation and c) support from outside agencies.
    The main results of the study indicate that by clarifying and discussing the main learning intentions and success criteria with students the learning process became more focused and students were more able to discuss and evaluate their own learning. Teachers were insecure in organizing competence based learning with a focus on increasing the participation and responsibility of students in their learning and they need support in implementing formative assessment focused on their own teaching and learning conditions. Another main conclusions of the study is that emphasis must be placed on the development of school as a professional learning community in order to support the professional development of teachers. There is a need for clear standards of practice regarding formative assessment to develop a common understanding of what they entail and to enable teachers to assess their position in the development of formative assessment and thereby increase the participation and responsibility of students in their own learning.

Samþykkt: 
  • 13.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25186


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HRT_Lokaverkefni 2016 -3.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna