is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25189

Titill: 
  • Hæg breytileg átt : viðhorf leikskólakennara til lýðræðis í leikskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í almennum hluta Aðalnámskrár leikskóla frá 2011 er gerð grein fyrir sex grunnþáttum og eru lýðræði og mannréttindi þar á meðal. Þættirnir ná til inntaks starfshátta og námsumhverfis og eiga að stuðla að samfellu í skólakerfinu. Það er því ákveðin áskorun fyrir skóla að mæta þessum grunnþáttum og stuðla að því að þeir verði fléttaðir inn í skólastarfið. Því má ætla að hlutverk og viðhorf kennara teljist mikilvæg og að skilningur þeirra á undirstöðuatriðum lýðræðis sé til staðar.
    Markmið rannsóknarinnar er að kanna sýn leikskólakennara á lýðræði í leikskóla og að kanna hvernig leikskólakennarar telji að efla megi lýðræðislegar aðferðir í leikskóla.
    Rannsóknin fór fram í lok árs 2015 og var gagna aflað með viðtölum. Tekin voru viðtöl við átta brautskráða kennara frá Háskólanum á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands.
    Rannsóknin var eigindleg og voru tekin fjögur einstaklingsviðtöl og eitt rýnihópaviðtal. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að sýn leikskólakennara á lýðræði í leikskóla er að kennurum fannst merking lýðræðis felast í því að virðing væri borin fyrir skoðunum og rétti barnanna og hlustað væri á þau. Þá fannst kennurunum að leggja þyrfti áherslu á samræðu og samvinnu bæði í samskiptum við börn og fullorðna. Leikskólakennararnir sem þátt tóku í rannsókninni töldu að eftir því sem viðhorf kennara til lýðræðis væri ríkara leiddi það af sér fjölbreyttari og lýðræðislegri kennsluhætti. Kennararnir litu svo á að þeirra hlutverk væri að hugsa verkefnin út frá börnunum og hlusta á þau, hvetja þau til að taka þátt og efla frumkvæði þeirra og sjálfstæði.
    Fram kemur að flestir kennararnir töldu kennsluaðferðir sínar vera fjölbreyttar en sumir voru óöruggir og skorti sjálfstraust til að auka lýðræðið í barnahópnum. Mörgum þeirra fannst lýðræðisleg vinnubrögð kalla á flóknar aðgerðir og má ætla að það hafi með marga samverkandi þætti að gera og einn af þeim snúi að viðhorfi kennaranna gagnvart lýðræði.

  • Útdráttur er á ensku

    There are six fundamental pillars that are listed in the general outline of the early education national curriculum from 2011. Democracy and human rights are among those. Those six principles are applied to both the work environment and work practices in order to create a seamless educational experiences. Weaving those basic principles into the education can be challenging for individual schools and teachers. It can therefore be presumed that the teachers’ role and their knowledge of basic democratic principles is of vital importance.
    In this research my aim is to investigate preschool teacher’s attitude towards democracy in early education settings. I will look at how they perceive democratic teaching methods can be used in early education.
    This qualitative research was conducted 2015 and I used semi open interviews to as a way to gather data. I conducted four individual interviews and a one focus group. My participants were eight early childhood teachers that had graduated from the University of Akureyri and the Iceland University of Education.
    The main research outcomes are that the teachers view democratic methods in early education as the practice of listening to children and respecting their opinions and their rights. The teachers expressed the need for ongoing consultation and collaboration with both children and adults. My interviewes felt a deeper understanding of democratic teaching principles led to more creative and democratic teaching methods. They also saw their role as putting themselves in the children’s shoes by using the children’s perspective when giving them assignments or tasks to do. The teachers stressed the need to listen to the children, encourage them to participate and to foster independence and initiative.
    Most of the sample described their teaching methods as creative and varied but a few expressed lack of confidence in using democratic teaching methods in their work. Many felt that incorporating democratic teaching methods into their practice was complicated and that complex processes were needed. This may be due to multiple variables including the individual’s own views on democratic practices.

Samþykkt: 
  • 13.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25189


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd__lokaeintak_Haeg_breytileg_att.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna