is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25194

Titill: 
  • „... en auk lestursins leiðrétti mamma mig alltaf“ : málfyrirmyndir ungs fólks í ljósi auðmagnskenninga Bourdieu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hugleiðingar 128 nemenda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um eigið máluppeldi og þær settar í samhengi við tungumálið sem félagslegt og menningarlegt auðmagn og hugmyndir fræðimanna um menningarlega endursköpun á vettvangi menntunar (Bourdieu, 1977, 1986, 1991; Reay, 2004; Lareau, 2011; Gee, 2004). Við greiningu á hugleiðingum háskólanemanna var sérstaklega horft á hverjir það eru sem nemendur upplifa sem fyrirmyndir sínar varðandi íslenskt mál og málnotkun. Niðurstöður benda til þess að máluppeldi sé að miklum hluta kvenlægt, að nemendur líti fremur til mæðra sinna eða annarra kvenna innan fjölskyldunnar þegar kemur að málnotkun og aðstoð í íslenskunámi og að viðhorf á heimilum mótist að miklu af viðhorfum mæðra til málræktar. Þá eru einnig skoðuð viðtöl við kennara í framhaldsskólum í tengslum við rannsóknina Íslenska sem námsgrein og kennslutunga en rannsóknin er samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Í viðtölum við kennara kemur fram að margir þeirra telja þátt heimilanna í þessum efnum verulegan og að nemendur sem ekki fái tilhlýðilega sinnu á þessu sviði gjaldi þess í skólanum. Í rannsóknargögnunum eru skýrar vísbendingar um að nemendur njóti góðs af kunnáttu, færni og veruhætti (e. habitus) sem er afrakstur menningarlegrar endursköpunar utan skólans, þá innan fjölskyldunnar. Þá benda niðurstöður einnig til þess að ákveðið ósamræmi sé að finna í því hverjir sinni málrækt og kennslu á heimilum (konur) og þeirra sem njóta virðingar innan fjölskyldna varðandi þekkingu, menntun og menningarauðmagn (karlmenn).

  • Útdráttur er á ensku

    The focus of this master's thesis is linguistic upbringing within the home. A total of 128 students of education at the University of Iceland wrote assignments on their own linguistic upbringing and role models regarding language use. The assignments were studied using discourse analysis within context of the language being a social and cultural capital and theories of cultural reproduction in the field of education (Bourdieu, 1977, 1986, 1991: Reay, 2004: Lareau, 2011; Gee, 2004). My findings show that linguistic upbringing is a feminine task within families, that students tend to look up to their mothers and other women in the family regarding language and support in Icelandic studies. Dispositions toward language in the home seems to take notion of mothers' dispositions regarding the importance of language.
    Additionally, this thesis uses data gathered from a study titled Icelandic as a school subject and a language of learning and teaching, which is a collaboration project between the University of Iceland's School of Education and the University of Akureyri. The data used in this thesis are interviews with four first language teachers in Icelandic secondary schools. In these teachers' opinion the role of home and family is considerable and, in their view, the students that do not get adequate support in that context are at a certain disadvantage at school.
    There are also clues within the data, especially in the teacher interviews, that there is a tendency within schools of favouring students for knowledge, competence and habitus, which is a product of cultural reproduction outside of school, within the family. My findings also indicate that there are discrepancies regarding who nurtures language and teaching in the home (women) and those who are respected within families for knowledge, education and cultural capital (men).

Samþykkt: 
  • 13.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
holmfridur_helga_meistaraverkefni.pdf804.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna