is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25202

Titill: 
  • Skólaráðgjöf
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skólaráðgjöf er þekkt víða um heim en það er óalgengt að boðið sé uppá þá þjónustu í íslenskum skólum. Samkvæmt lögum verða íslenskir skólar aftur á móti að bjóða upp á náms- og starfsráðgjöf en sú ráðgjöf er að mestu leyti tengd námi og starfsvali. Skólaráðgjöf er þjónusta sem skólaráðgjafar veita en þeir hafa hafa hlotið viðeigandi háskólamenntun á sviði ráðgjafar eða sálfræðilegra meðferða. Þeir aðstoða nemendur með þau margvíslegu vandamál sem geta komið upp á skólagöngu þeirra. Þar má nefna sem dæmi aðstoð við að bæta færni í samskiptum, læra að þekkja styrkleika sína og veikleika, bæta hegðun, þjálfa reiðistjórnun og vinna með samskipti fjölskyldna svo eitthvað sé nefnt.
    Skólaráðgjöf hefur þróast hratt á síðustu árum og er víða orðin mikilvægur hluti af skólastarfi. Niðurstöður rannsókna sýna að skólaráðgjöf getur verið mjög áhrifarík til að styðja við andlega heilsu barna og unglinga og hjálpa þeim að komast í gegnum skólagöngu sína. Tilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvernig þjónusta skólaráðgjöf er og taka saman helstu atriði varðandi starf skólaráðgjafa. Markmið hennar er að vekja athygli á þessum fræðum hér á landi. Einnig verða grunnþættir almennrar ráðgjafar skoðaðir og farið yfir fjölbreyttar rannsóknir á ráðgjöf tengdri börnum, unglingum og skólastarfi.
    Andleg heilsa barna og unglinga hefur farið versnandi síðustu ár og andlegir kvillar svo sem kvíði og þunglyndi færast í aukana. Nemendum með greiningar virðist fjölga bæði á Íslandi og víða erlendis. Skóli án aðgreiningar er orðin yfirlýst stefna í mörgum löndum, þar á meðal á Íslandi en henni fylgir meiri fjölbreytileiki í nemendahópum. Því er mikilvægt að leita leiða til að hlúa að andlegri heilsu nemenda og bæta þannig gæði skólastarfs. Niðurstöður rannsókna sýna að skólaráðgjöf styrkir skólastarf og stuðlar að bættri heilsu barna og unglinga sem er mikilvægt þar sem þau eru samfélagsþegnar framtíðarinnar.

  • Útdráttur er á ensku

    School counseling is both known and widely used around the world. In Iceland it is uncommon that schools offer this type of counseling but schools are bound by law to offer a different kind of counseling called educational and vocational guidance. School counseling is a service provided by a school counselor who has an appropriate university education. They assist students in working through the multitude of problems they may face through their school attendance. These include for example improving communication skills, learning to recognize their strengths and weaknesses, fixing behavioral problems, train anger management and improving family communication skills. School counseling has been developing rapidly in recent years and has in many countries become a prominent part of school activities. Studies have shown that school counseling can be very effective in supporting the mental
    health of young children and adolescents, helping them to get through their time in school. This thesis is intended to shed light on school counseling, its purpose and the school counselors’ work. The aim of this study is to draw attention to school counseling in Iceland. Key issues of school counseling will be examined and also multiple research studies that are linked to children, adolescents and education. Mental disorders in children and adolescents have been increasing in recent years and it is important to look for ways to foster good mental health in young individuals. Inclusive education is a new strategy in many countries and therefore students in schools are more diverse. School counseling can therefore be important in relation to preventive measures but also to promote better health for children and youth who are the future.

Samþykkt: 
  • 14.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. ritgerð - Skólaráðgjöf - Ásta Gísladóttir.pdf804.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna