is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25214

Titill: 
  • Framhaldsskólamenntun og vinnumarkaðurinn : viðhorf nemenda FSN
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Menntun er mikilvæg hverjum einstaklingi. Nær allir nemendur sem útskrifast úr grunnskólum hér á landi innrita sig í framhaldsskóla, en þrátt fyrir það er brotthvarf úr framhaldsskólum tiltölulega hátt miðað við önnur lönd. Menntakerfið á Íslandi er þekkt fyrir að vera opið og sveigjanlegt sem gerir það að verkum að auðvelt er fyrir ungt fólk að hætta í námi, fara út á vinnumarkaðinn og snúa síðan aftur í nám seinna á lífsleiðinni. Atvinnuþátttaka ungs fólks hér á landi er mikil og vinna íslenskir námsmenn mikið. Fyrri rannsóknir sýna fram á að menntun hefur mikil áhrif á líf einstaklinga sem og samfélagið. Hún hefur m.a. áhrif á heilsu einstaklinga og stöðu þeirra á vinnumarkaðnum. Einstaklingar með framhaldsmenntun eru t.d. ólíklegri til að verða atvinnulausir og hafa að meðaltali hærri laun þrátt fyrir styttri starfsævi en þeir sem fóru ekki í framhaldsnám.
    Rannsókn þessi var megindleg. Það var sendur spurningalisti á alla nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga 18 ára og eldri, og einnig var spurningalisti settur á inn Facebook hóp fyrir nemendur sem höfðu útskrifast úr skólanum. Tilgangur þessarar rannsóknar var m.a. að kanna hvort nám á framhaldsskólastigi í FSN hefði áhrif á stöðu fólks á vinnumarkaðnum. Við greiningu gagnanna voru forritin Excel, SPSS og Survey Monkey notuð. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að lítill munur væri á stöðu einstaklinga á vinnumarkaðnum, hvort sem þeir hefðu lokið námi á framhaldsskólastigi, íhugað að hætta námi við FSN eða hættu námi við skólann. Þessar niðurstöður stangast á við niðurstöður fyrri rannsókna og má ætla að fjöldi þátttakenda í úrtakinu hafi haft áhrif á niðurstöðurnar.

  • Útdráttur er á ensku

    Education is important for every individual. Almost all students who graduate from primary school in Iceland enroll in upper secondary school but despite that the drop out rate in upper secondary schools is relatively high compared to other countries. The education system in Iceland is known to be open and flexible wich makes it easy for young people to drop out of education, get out onto the job market, and turn back to school later in life. The rate of participation of young people on the job market in this country is high and Icelandic students work a lot. Previous studies show that education has a major impact on the lives of both individuals and society. Education has among other
    things an impact on the health of individuals and their position in the labor market. People with a higher education are less likely to become unemployed and have higher wages on average, despite a shorter working life than those who did not graduate. This was a quantitative study where a questionnaire was sent to all students in Fjölbrautaskóli Snæfellinga, 18 years and older, and the questionnaire was also placed in a Facebook group for students who had graduated from the school. The purpose of this study was to investigate whether upper secondary education affects the situation of people in the labor market. Results of the study indicated that there was only a small difference in the status of individuals on the labor market, whether they had completed
    upper secondary education, had considered to drop out of FSN or did drop
    out. These findings contradict the results of previous studies, but it can be expected that the number of participants in the variables of the study has affected the results.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 31.5.2030.
Samþykkt: 
  • 14.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25214


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Jóhanna_Bryndís.pdf1.08 MBLokaður til...31.05.2030HeildartextiPDF