is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25226

Titill: 
  • Sá deilir glæp er gróðann þiggur : skipulögð brotastarfsemi í skilningi laga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslensk löggjöf sem varðar skipulagða brotastarfsemi og umræða tengd því hugtaki er tiltölulega ný af nálinni. Árið 2002 fór að bera á fréttum á Íslandi í tengslum við brotastarfsemi af þessu tagi (gjarnan fjallað um „skipulagða glæpastarfsemi“ og/eða „skipulögð glæpasamtök“). Fyrsta íslenska lagasetningin þar sem hugtaksins skipulögð brotastarfsemi er getið var árið 2006.
    Fjölmargar skilgreiningar eru til á hugtakinu skipulögð brotastarfsemi, einkum margar erlendar, en nokkrar hérlendar. Miklu máli skipti hver þeirra er notuð og í hvaða samhengi, sérstaklega þegar sök í dómsmáli veltur á því við hvaða skilgreiningu er stuðst, sem og þegar úrræði í fullnustu dóma eru háð skilgreiningu hugtaksins.
    Það vekur athygli að þótt skipulögð brotastarfsemi sé skilgreind í íslenskum lögum, hafa aðilar á borð við Alþingi, saksóknara, lögreglu og fangelsisyfirvöld kosið að styðjast í einhverjum tilfellum fremur við erlendar skilgreiningar eða sínar eigin.
    Einnig er áhugavert að sjá hvernig framkvæmdavaldið tekur sér í raun bæði löggjafarvald og dómsvald í hendur með eigin túlkun á hugtakinu.
    Þótt íslenskir dómstólar hafi dæmt í þó nokkrum málum þar sem skipulögð brotastarfsemi kemur við sögu, þá hefur að svo komnu máli hvorki verið sakfellt fyrir brot gegn ákvæðum hegningarlaga sem varða þetta fyrirbæri, né reynt á skilgreiningu hugtaksins fyrir dómstólum.

  • Útdráttur er á ensku

    Icelandic law and debate relating to the concept of „organized crime“ is relatively recent. News relating to the concept started to be prominent in 2002 and the first relative legislature was made in 2006.
    Multiple definitions exist of the concept, both domestically and internationally. Without declaring one to be more correct the other, it is of great importance which one is used and under what circumstances, especially when indictability depends on which definition is used, as well as options in the execution of a sentence.
    It is noticeable how often Icelandic authorities, such as the parliament, prosecutor, police and Prison & probation administration, have preferred to use foreign definitions rather than those found in domestic Icelandic laws.
    Of interest as well is how the executive branch has de facto taken powers of both legislative and judicial powers in their own interpretation of the concept.
    Although Icelandic courts have made rulings on several cases involving the concept, then so far there has neither been a conviction for violation of the provisions of the penal code relating to organized crime, nor has the definition of the concept been put to the test.

Samþykkt: 
  • 15.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25226


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skipulögð brotastarfsemi í skilningi laga.pdf500.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna