is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25235

Titill: 
  • Matskenndar heimildir í lögum um fullnustu refsinga með hliðsjón af réttarríkinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort Fangelsismálastofnun sé falið of víðtækt vald á grundvelli laga nr. 15/2016, um fullnustu refsinga og löggjafinn hafi með lagasetningu falið stofnuninni heimildir sem eiga að vera á hendi dómstóla vegna þrígreiningar ríkisvaldsins.
    Kveðið er á um þrígreiningu ríkisvaldsins í stjórnarskránni. Fangelsismálastofnun er framkvæmdarvaldshafi og er hlutverk hennar að ná fram markmiðum laga um fullnustu refsinga. Til þess að ná fram þessu markmiði hefur löggjafinn falið stofnuninni margvísleg matskennd ákvæði í lögunum til að ákveða hvernig dómur er fullnustaður. Gagnrýnt hefur verið hversu víðtækar heimildir stofnunni hefur og ekki síður hve matskennd ákvæði laganna eru. Í ritgerðinni verður það skoðað hvort sú gagnrýni sem sett hefur verið fram eigi við rök að styðjast og hvort löggjafinn hafi falið Fangelsismálastofnun völd sem eiga að heyra undir dómstóla í ljósi þrígreiningar valdsins, réttarríkishugmyndinni og stjórnarskrárvörðum rétti einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar

  • Útdráttur er á ensku

    The main aim of this essay is to explore the law about the enforcement of punitive senteces no. 15/2016. The focus will be on the sphere of authority between the Judical and the Executive branches of the government. The seperation of powers is manifested in art. 2 of the Icelandic Constitution. Many belives that assignments like parole, community service and electronic surveillance should be decided by the judges but the Legislative branch has transferred these assignments and others to the Executive. In this essay I will try to explain whether the current enforcement system passes the theory of seperation of powers with a close look at what it is for individuals to have the right to a fair trial.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 22.12.2087.
Samþykkt: 
  • 15.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ml ritgerð - pdf loka.pdf788.52 kBLokaður til...22.12.2087HeildartextiPDF