is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25258

Titill: 
  • Samskipti snúast um fleira en gott viðmót : reynsla aðstandenda af samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk í lífslokameðferð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur rannsóknar: Nútíma lífslokameðferð einblínir ekki lengur einungis á líkamlegar þarfir, hún hefur þróast yfir í meðferð sem tekur líka mið af sálfélagslegum þáttum. Viðurkenning á mikilvægi samskipta og viðeigandi stuðningi heilbrigðisstarfsfólks við deyjandi sjúklinga og aðstandendur þeirra er sífellt að aukast. Góð samskipti á milli heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda geta breytt miklu um gæði meðferðarinnar.
    Tilgangur rannsóknarinnar: Megintilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og reynslu aðstandenda sjúklinga í lífslokameðferð á bráðalegudeildum og á öldrunarheimili af samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk. Að auki var tilgangurinn að kanna hvaða þættir stuðla að góðum samskiptum ásamt mögulegum hindrunum og áhrifum umhverfis á samskiptin.
    Aðferðafræði: Eigindleg rannsóknaraðferð með fyrirbærafræðilegri nálgun varð fyrir valinu þar sem notast var við viðtöl við gagnasöfnun með notkun hálfstaðlaðs viðtalsramma. Úrtak samanstóð af 19 aðstandendum. Textinn var flokkaður samkvæmt innihaldi og sameinaður í yfir og undirþemu sem lýstu viðhorfum og reynslu aðstandenda sem misstu ástvin á bráðalegudeildum eða á öldrunarheimili.
    Niðurstöður: Skilgreining þátttakenda á mikilvægum þáttum í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk í lífslokameðferð var: Góð viðleitni starfsfólks og tengslamyndun, góðar upplýsingar, aðstaða og viðeigandi stuðningur stuðla að því að sátt ríki á dánarstund. Sex meginþemu komu í ljós: Viðleitni starfsfólks; tengslamyndun; upplýsingaflæði; umhverfi; sátt á dánarstund; stuðningur við aðstandendur. Hvert þema stóð fyrir nokkrum undirþemum. Niðurstöður gáfu vísbendingar um að reynsla aðstandenda af samskiptunum við heilbrigðisstarfsfólk væri góð og að tengslamyndun væri mjög mikilvæg. Einnig voru vísbendingar um að ekki væri alltaf staðið nógu vel að upplýsingagjöf, að aðgengi aðstandenda að læknum væri lélegt og að eftirfylgd við aðstandendur á bráðalegudeildum væri mikilvæg.
    Ályktun: Mikilvægt er að stuðla að tengslamyndun heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda til að bæta samskipti í lífslokameðferð. Tryggja þarf aðstandendum fullnægjandi upplýsingar og getur þurft að efla hlutverk hjúkrunarfræðinga til þess. Svo þarf umhverfið að bjóða upp á góðar aðstæður fyrir aðstandendur og stuðla að friðsæld á dánarstundu.
    Lykilorð: Samskipti, lífslokameðferð, aðstandendur, bráðalegudeildir, öldrunarheimili

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Modern end-of-life care does not only focus on physical needs, it has developed into treatments that take into account psycho-social factors. Recognition of the importance of communication and appropriate support for the dying patients and their family members is continually increasing. Good communication between health care professionals and the patient‘s family members can make a valuable contribution to the quality of care.
    Aim: The main aim with this research was to investigate family members‘ attitudes towards and experiences of communicating with health care professionals during end-of-life care in acute medical wards in a hospital and in a nursing home. Additionally, the purpose was to identify factors that contribute to good communication and possible hindrances and environmental influences.
    Methodology: A qualitative, phenomenological approach was chosen and data was collected through semi-structured interviews. The sample consisted of 19 relatives. The text was analysed using a content analysis method and categorised into themes and subthemes that described the attitudes and experiences of family members of patients that died in an acute medical ward or in a nursing home.
    Results: The participants‘ definition of good communication with health care professionals in end-of-life care was: Health care professionals´ effort, interpersonal relationship, good information, facilities and appropriate support contribute to acceptance at the time of death. Six main themes emerged: The efforts of staff; establishing a relationship; flow of information; environment; acceptance at the time of death; support for family members. Each theme included several subthemes. The results indicated that family members‘ experiences of communication was good and that creating a relationship was really important. Further, results indicated that there was a lack of sufficient flow of information and family members lacked access to doctors, and bereavement support in acute medical wards was important.
    Conclusions: It is important to develop good interpersonal relationships between health care professionals and family members to improve end-of-life care. Family members need adequate information and it is possible that in order for that to be accomplished, the roles of nurses need to be strengthened. Furthermore, the environment needs to take into account and ensure appropriate condition for family members and thereby contribute to a peaceful death.
    Key words: Communication, end-of-life care, bereaved family members, acute medical ward, nursing home

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 11.6.2016.
Samþykkt: 
  • 20.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25258


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_skemman.pdf1.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna