is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25260

Titill: 
  • Hlíðamálið : áhrif og ábyrgð fjölmiðla í kviksyndi umræðunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum fjölmiðla. Erfitt hefur þó reynst fyrir fræðimenn að komast að nákvæmri niðurstöðu annarri en þeirri að áhrifin séu mikil. Flestir fræðimenn hafa sammælst um að valdi fylgi ábyrgð. Í þessari ferilsrannsókn eru þær hröðu breytingar sem hafa orðið á fjölmiðlaumhverfinu undanfarin ár skoðaðar sem og mörkin á milli fréttamennsku og upplýsingagjafar á samfélagsmiðlum, sem eru sífellt að verða óljósari. Leitast er við að svara spurningum um ábyrgð fjölmiðla í samfélagsumræðunni í tengslum við eitt afmarkað fréttamál sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins 9. nóvember 2015, Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana. Þá eru birtingarmyndir kvenna sem fórnarlömb kynferðisofbeldis í fjölmiðlum skoðaðar út frá feminísku sjónahorni í tenglsum við jafnréttisumræðuna, sem hefur farið hátt á Íslandi undanfarin ár. Þá eru fréttir Fréttablaðsins greindar með tilliti til hefðbundinnar blaðamennsku.
    Fréttin vakti mikla athygli og hafði víðtæk áhrif á samfélagsumræðuna. Hún greindi frá kynferðisbrotamáli þar sem tvær konur höfðu kært tvo menn fyrir nauðgun. Fullyrt var að íbúð sem annar maðurinn hafði til umráða hafi verið útbúin til nauðgana og mennirnir voru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Samdægurs var búið að nafngreina og birta myndir af mönnunum á samfélagsmiðlum sem deilt var yfir 2.000 sinnum. Myllumerkið #almannahagsmunir fór af stað á Twitter og fjöldi fólks mótmælti aðferðum lögreglunnar við lögreglustöðina. Síðar um daginn sagði lögreglan fyrirsögn blaðsins hafa verið ranga. Fréttablaðinu var krafið um bætur, 22 einstaklingar fengu kröfubréf fyrir þátt sinn í málinu, konurnar voru kærðar fyrir rangar sakargiftir og rannsókn á nauðgunarkærunum var vísað frá af héraðssaksóknara.
    Þrátt fyrir tilkomu samfélagsmiðla og aukin völd almenning til miðlunar á efni, þá hafa hinir hefðbundnu fjölmiðlar enn gífurlegt vald yfir skoðunum og viðhorfi almennings. Erfitt er að segja til um hvaða langtímaáhrif Hlíðamálið hefur fyrir umræðuna með tilliti til tjáningarfrelsis, ábyrgð og skyldur fjölmiðla.

  • Útdráttur er á ensku

    Sociologists, philosophers and communication scholars have studied the effects of the news media for decades. However, it has been difficult to reach an exact conclusion, other than the certainty that the effects can be great and the media holds tremendous power. Most scholars agree that with power comes responsibility.
    The vast changes that have happened in the Icelandic media environment are highlighted in this case study with special regards to one certain story that appeared on the front page of Iceland’s most widely distributed newspaper, Fréttablaðið, in November 2015. The increasingly vague difference between the mainstream media and the flow of information on social media is also highlighted.
    The headline in Fréttablaðið’s story stated that an apartment in a residential neighbourhood in Reykjavik was especially equipped for rape. The police later stated that the headline was not true but pictures and names of two men, who had been accused by two women of rape in the apartment, had already been posted on social media and shared by more than 2.000 Facebook-users in Iceland. Public protest was held in front of the main police station in Reykjavik under the name Not my #PublicInterest, which was a reference to the hashtag on Twitter that started circulating after the story was published, because the men were not held in prison on grounds of public interest.
    This case study tries to answer questions about the media’s responsibility in a social aspect. The portrayal of women as victims in the media is also discussed from a feminist perspective in regards to the high profile discussion about women’s rights in Iceland in the past few years. The stories are also analyzed from a journalist’s perspective. Fréttablaðið received a claim for an apology and damage fee from the men’s attorney the same day and will be subpoenaed for the story. 22 individuals also received a claim from the lawyer for their involvement in the case, the women were charged for wrongful accusations and the State Attorney dropped both rape charges.
    Despite the constantly increasing accessibility for the public to publish information and
    material through social media, this study shows that the mainstream media still holds tremendous power to influence the public opinion. It is difficult to conclude on the longterm effects of this particular story in regards to freedom of speech and the responsibility of the media. It can be argued that it may in some cases result in fewer rape charges, due to the high profile aspects and sensationalism of the case, which is ironic due to the zeitgeist in which the story was published, when the social consciousness of sexual violence in Iceland has never been as clear as it has been
    for the past couple of years.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 30.6.2030.
Samþykkt: 
  • 20.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25260


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerd_lokaskil.pdf2.8 MBLokaður til...30.06.2030HeildartextiPDF