is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2528

Titill: 
  • Fermingarstörf þjóðkirkjunnar: Námsefnis- og námskrárgerð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er að rannsaka námsefnis- og námskrárgerð í fermingarstörfum íslensku þjóðkirkjunnar. Í því skyni hafa verið notaðar bæði eigindlegar og meginlegar rannsóknaraðferðir til að kanna núverandi stöðu mála í söfnuðum kirkjunnar, með viðtölum,gagnasöfnun og spurningarlistum fyrir fermingarfræðara og fermingarbörn. Niðurstöður er bornar saman við fyrirliggjandi kannanir. Einnig er gerður samanburður við fermingarstörfin í nágrannalöndunum. Hvað námskrárfræðin varðar þá byggi ég á mikilvægi þarfagreiningar og kenningum um að opinber, formleg námskrá verði annars vegar að byggja á skoðun fræðaranna og hins vegar á viðhorfum nemendanna. Auk þess byggi ég á kenningum hugsmíðahyggjunnar um að hafa nemendurna og hugmyndaheim þeirra miðlæga í öllu námi.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að draga þarf úr trúarlegri áherslu starfanna og leggja í staðinn meiri áherslu á ungmennin sjálf, byggja störfin frekar á þeirra eigin forsendum en á forsendum kirkjunnar. Einnig kalla aðstæður í samfélaginu í dag á stóraukna umfjöllun um siðferðileg gildi. Auk þess þarf að fjölga fræðslustundum, koma á fót fermingarstarfahópi og fá söfnuðina til að gera verklýsingar fyrir fermingarstörfin sem og safnaðarnámskrár. Á þeim forsendum lagði ég fram drög að nýrri námskrá fermingarstarfanna.

Samþykkt: 
  • 11.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fermingarstarf_fixed.pdf961.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna