is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25294

Titill: 
  • Emoji : tilfinningar tjáðar í myndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sálfræðingar telja að aðeins 7 prósent mannlegra samskipta séu fólgin í orðunum sjálfum. Hin 93 prósentin eru svokölluð orðalaus samskipti (e. nonverbal communication). Þau samanstanda af þáttum eins og líkamstjáningu, handahreyfingum og talanda en að stærstum hluta svipbrigðum. Þessi þáttur mannlegra samskipta er eðli sínu samkvæmt takmarkaður í stafrænum samskiptum sem hafa í gegnum tíðina verið meira og minna í formi texta. Til þess að koma til móts við þetta vandamál byrjuðu netverjar að nota andlitstákn, og með þróun tölvunnar og síðar snjallsímans hafa andlitstákn, með emoji í broddi fylkingar, orðið stór hluti af okkar daglegu samskiptum. Emoji eru litlar myndir sem snjallsímanotendur nota til að gæða, annars litlaus skilaboð hins stafræna heims, lífi. Þessi litríku tákn gera okkur kleift að tjá það sem orð fá ekki lýst.
    Í þessari ritgerð mun ég leitast við að svara þeirri spurningu hvernig emoji og önnur andlitstákn geti mögulega komið okkur til hjálpar í stafrænum samskiptum og aukið merkingu skilaboða sem í grunninn eru aðeins orð. Ég mun skoða emoji sérstaklega, sögu þeirra og hlutverk líkamans í tjáningu og túlkun þessara margræðu tákna. Hvað eru emoji? Hvaðan koma þau? Hvernig notum við þau til að tjá okkur og skilja aðra? Bæta þau upp fyrir einhver af þeim 93 prósentum orðalausra samskipta sem tapast í stafrænum samskiptum? Stuðs verður við kenningar rússneska bókmenntafræðingsins Romans Jakobson um boðskipti og svissneska táknfræðingsins F. de Saussure og bandaríska heimspekingsins Charles Pierce um tákn.

Samþykkt: 
  • 21.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25294


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Emoji - tilfinningar tjáðar í myndum Rakel Tómasdóttir.pdf1.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna