is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25324

Titill: 
  • Hverju er verið að fórna fyrir ódýr föt? : um fataiðnað Fast fashion og Ethical fashion
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Fataiðnaðurinn er annar mest mengandi iðnaður í heimi. Á sama tíma er krafa okkar um ódýrt verðlag á fötum hávær og áberandi. En hver er fórnarkostnaðurinn? Til að svara þessari spurningu er leitast við að rýna í stóru myndina: frá framleiðslu á hráefni til fatagerðar og allt til þess að flíkin er komin á slá í búð. Í ritgerðinni er rætt um bómullarræktun og eiturefnanotkun sem henni fylgir, sem og léleg vinnuskilyrði í fataverskmiðjum sem eru í eigu stórfyrirtækja á borð við Mango, Zöru, Walmart og H&M, en þar hafa orðið skeflileg slys, meðal annars vegna slæmra húsakosta. Þá verður einnig litið á félagslegu hliðina, en ófá dæmi benda til þess að í fataiðnaði fái fólk ekki mannsæmandi kjör eða laun. Í ritgerðinni verður nýst við heimildamyndir um fataiðnaðinn jafnt sem bækur og fréttir. Kastljósinu er þá beint sérstaklega að fyrirbærinu Fast fashion og það greint og skoðað. Síðan verður önnur stefna, Ethical fashion, tekin til skoðunnar, en henni er teflt fram sem andstæðu Fast fashion og er þá áherslan lögð á staðbundna framleiðslu, gegnsæi, sanngjarnari viðskiptahætti, endurvinnslu eða „upcycle“ og lengri nýtingartíma fatnaðar (Slow fashion). Þá tók höfundur viðtal við sænskan fatahönnuð sem býr og starfar í Ghana þar sem hún rekur sitt fyrirtæki og leitast við að reka það út frá sjálfbærri hugsun og staðbundnum vinnubrögðum.

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25324


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hverju er verið að fórna fyrir ódýr föt?.pdf634.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna