is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25347

Titill: 
  • Óljós sönnunargögn um tilvist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér á eftir kemur umfjöllun um nokkur verk sem ég hef gert á síðustu þremur árum í námi mínu við Listaháskóla Íslands. Ég mun leitast við að útskýra verkin, innblásturinn og ferlið á bak við niðurstöðurnar. Þau verk sem fyrir valinu urðu tengjast ákveðinni framvindu sem hefur átt sér stað, bæði hvað varðar ytra útlit verkanna og hugmyndafræðilegar skírskotanir. Ég tala um áhrifavalda sem mér finnst mikilvægir í þessu samhengi; horfi til japanskrar fagurfræði sem kallast wabi-sabi ásamt því að fjalla um einstaka listamenn og hönnuði sem hafa haft áhrif á mig á ólíka vegu, þar má nefna Richard Tuttle, Mike Kelley og hönnunarteymið Rodarte.
    Ég vinn með fegurðina í sprungum hversdagsleikans og geri upp tilfinningar mínar gagnvart því yfirvaldi sem í honum liggur, hljóðlega. Verkunum mínum fylgir forvitni, þráhyggja og óskýrar athugasemdir gagnvart þeim viðhorfum sem eru við lýði. Ég enda í raun á sama stað og ég byrjaði án þess að vita það þá, í dag veit ég hvar ég stend: fyrir utan að horfa inn, hvort sem það er á almenn viðhorf eða inn um glugga.

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25347


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helen_Ritgerð_Loka_loka..pdf1.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna