is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25349

Titill: 
  • Bakpokastrákurinn : nánasta umhverfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Að eiga ekki neitt og vera ekki skilgreindur er ómeðvituð hugsun mín og lífsspeki. Ég bjó um langt skeið í bakpoka og ferðaðist heimsálfa á milli, varð vitni að fátækt og óréttlæti heimsins með eigin augum. Ég vildi upplifa heiminn og læra af reynslunni. Nútímasjálfbærni þarf ekki endilega að merkja afturhvarf heldur virðingu við okkar nánasta umhverfi og nútímamaðurinn þarf ekki endilega að verða vélmenni. Nútímasjálfbærni þarf ekki að vera flóknari en svo að sjá tækifærin sem eru allt í kringum okkur, ekki sækja þau heimshafa á milli til að svala óseðjandi þorsta okkar. Með því að spyrja sjálfan mig hvaðan hlutirnir koma, krefja hugsun mína um að fylgja staðbundinni neyslu og finna leiðir til að vinna með mitt nánasta umhverfi get ég rannsakað möguleikann á staðbundinni neyslu og spurt sjálfan mig, vini mína og sérfræðinga: Er þetta betra? Fyrir umhverfið og fyrir samfélagið? Listin að lifa verður þá bókstafleg þar sem sjálfbært nútímasamfélag krefur okkur um gagnsæi á alla vegu. Listin flæðir inn í daglegt líf, daglegt líf flæðir inn í listina. Verk mín leitast við að uppfylla þessa hluti og samtvinna áhuga minn á að gera í blindni og leyfa rýmum, vinnuferlum og efnum að fæða af sér hugmyndir verkanna.

Samþykkt: 
  • 22.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25349


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERD-GISLI-8475413.pdf2.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna