is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2535

Titill: 
  • Apple and Orange. Markaðsgreining fyrir inngöngu á breskan markað
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið markaðsgreiningarinnar er að varpa ljósi á þann markað sem fyrirtækið Apple and Orange hyggst herja á. Fyrirtækið hefur hug á að fara inn á breska markaðinn með hugbúnaðarlausn í formi bókhaldsforrits ásamt hugmyndafræði sem hvetur fólk til þess að endurskoða fjármál sín. Að baki lausnarinnar eru reiknilíkön sem gera fólki kleift að sjá fjárhagsstöðu sína myndrænt ásamt því að reikna út um hversu mikinn tíma það getur stytt lánstíma sinn með því að greiða upp lánin sín. Það kerfi er kallað Uppgreiðslukerfi lána og með því að fylgja leiðbeiningum þess getur fólk stytt lánstíma sinn verulega, stundum um meira en helming. Ásamt því þá er fólk hvatt til þess að skrá nákvæmlega niður útgjöld sín til þess að finna í neyslu sinni leiðir til þess að spara án þess þó að íþyngja því með tilhugsuninni að skera niður. Hugmyndafræðin heldur utan um þetta ferli og rammar það inn með því að gera það einfalt, skemmtilegt og auðvelt. Hinsvegar er varan ennþá í þróun og er ekki tilbúin í endanlegri mynd. Þessi markaðsgreining á að vera fyrirtækinu til glöggvunar á nokkrum þáttum. Hvað þarf að bæta í kerfinu, hvað þarf hafa í huga við val á samstarfsaðilum og hvernig er samkeppnisumhverfið á þeim markaði sem það hyggst herja á? Samkeppnisaðilar er ótal margir á þessu sviði og eru nokkrir mjög stórir og áberandi. Má þar nefna Tesco Finance, Quicken og Microsoft Money. Tesco Finance hefur alla burði til þess að ná mjög mikilli markaðshlutdeild en þeir bjóða alhliða fjárhagskerfi ásamt því að stefna á stofnun bankaútibúa í verslunum sínum í Bretlandi. Þetta gefur til kynna að vöruþróun og sérstaða vöru Apple and Orange verður að vera þeim mun öflugri og skýr. Markaðurinn er stór í samanburði við íslenska markaðinn og útfrá greiningunni kom í ljós að lykilmarkhópurinn er um þrjár og hálf milljón manns. Það eitt gerir breska markaðinn vissulega fýsilegan til inngöngu en samkeppnin og verðlag samkeppnisaðila gerir það að verkum að fyrirtækið gæti verið lengi að vinna upp þróunar- og markaðskostnað og dregur það þar af leiðandi úr fýsileika hans. Vel ígrunduð markaðsstefnu er því mikilvæg áður en fyrirtækið ræðst á svo stóran markað.

Samþykkt: 
  • 11.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2535


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
aLehmann_fixed.pdf868.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna