is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25368

Titill: 
  • Áhrif heimsmarkaðsverðs hráolíu á íslenska neytendur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Miklar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði hráolíu undanfarin ár og hefur það haft áhrif á flest hagkerfi heims, þar á meðal það íslenska. Hagkerfi Íslands reiðir sig að miklu leyti á olíu þar sem tvær veigamestu atvinnugreinar landsins nota þá auðlind í miklu magni en þær eru sjávarútvegur og ferðamennska. Notkun eldsneytis er mikil á meðal íslenskra neytenda og vegur kostnaður við rekstur bifreiða því talsvert af heildarútgjöldum heimila. Reynt er að draga fram mynd hvernig verð á hráolíu byggist upp, allt frá því hún er fundin og þangað til hún er tilbúin til notkunar. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvaða áhrif heimsmarkaðsverð hráolíu hefur á íslenska neytendur.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að eldsneytisverð hér á landi fylgir breytingum á heimsmarkaðsverði hráolíu. Alþjóðlegi og innlendi olíumarkaðirnir einkennast af fákeppni sem hefur neikvæð áhrif á verðmyndun til neytenda. Smæð Íslands kemur í veg fyrir að olíumarkaðurinn hér á landi hafi áhrif á heimsmarkaðsverð hráolíu og því er íslenska hagkerfið berskjaldað gagnvart ákvörðunum stærstu olíuframleiðanda heims. Íslenskir neytendur verða bæði fyrir beinum og óbeinum áhrifum vegna breytinga í olíuverði. Óbeinu áhrifin birtast helst í formi breytinga á vísitölu neysluverðs sem hefur áhrif á lán margra landsmanna. Beinu áhrifin birtast í lægra eldsneytisverði sem hefur skilað sér í 11-12 milljarða króna sparnaði íslenskra heimila frá árinu 2014.

Samþykkt: 
  • 23.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25368


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif heimsmarkaðsvers hráolíu á íslenska neytendur - Bjarki&Þórður.pdf906.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna