is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2536

Titill: 
  • Heildaráætlun Múlalundar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er fimm ára heildaráætlun (e. master budget) fyrir öryrkjavinnustofuna Múlalund. Heildaráætlun tekur saman allar áætlanir fyrirtækisins og skiptist hún í tvo hluta, rekstraráætlun og fjárhagsáætlun. Rekstraráætlunin sundurliðar alla tekju- og kostnaðarþætti fyrirtækisins og spáir fyrir um væntanlega afkomu tímabilsins. Fjárhagsáætlunin fjallar um hvernig fyrirtækið nýtir það fjármagn sem það hefur á hverjum tíma til þess að fjármagna reksturinn.
    Við gerð áætlunarinnar var notast við líkan sem er eign Impru á Nýsköpunarmiðstöð. Settir voru inn allir tekju- og kostnaðarliðir Múlalundar og reynt að spá fyrir um þróun þeirra næstu fimm árin. Einnig var upphafsstaða eigna og skulda í byrjun árs 2009 sett inn í líkanið til að áætla hver staða þeirra yrði árið 2013.
    Megin markmið áætlunarinnar var að spá fyrir um rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins næstu fimm árin. Samkvæmt áætluninni mun fyrirtækið skila hagnaði næstu fimm árin og eykst hann jafnt og þétt. Margir óljósir þættir eru þó í líkaninu, sérstaklega í efnahagsumhverfi dagsins í dag. Erfitt er að spá fyrir um þróun eftirspurnar, hráefniskostnaðar, vaxtakostnaðar eða gengi krónunnar. Niðurstaðan verður því alltaf huglæg en reynt var eftir bestu getu að spá fyrir um þróun þessarra þátta.

Samþykkt: 
  • 11.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2536


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FINAL_fixed.pdf2.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna