is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25429

Titill: 
  • Styrktarþjálfun fyrir hljóðfæraleikara : vöðvanotkun í tónlist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um vöðvanotkun í hljóðfæraleik með áherslu á fiðluleikara. Fjallað er ítarlega um helstu vöðva sem eru virkir í tónlistarflutning og hvaða hlutverki þeir gegna þegar leikið er á hljóðfærið. Skoðaðar eru sérhæfðar æfingar sem styrkja þessa vöðva og útskýrt í stuttu máli hvernig þær eru framkvæmdar og rýnt ofan í það hvort styrktarþjálfun eða þolþjálfun sé betur á kosin þegar gerð eru æfingaprógröm handa hljóðfæraleikurum. Höfundur útbjó átta vikna æfingaprógram með blöndu af styrktaræfingum og þolæfingum og fékk fimm hljóðfæraleikara við Listaháskólann til að fylgja því eftir. Niðurstöðurnar voru mjög góðar en þátttakendur fundu allir fyrir aukinni vellíðan og jákvæðum áhrifum þegar kemur að hljóðfæraleik. Sigurður Halldórsson, sellóleikari og lektor við Listaháskóla Íslands, segir frá sinni reynslu af styrktarþjálfun í samhengi við hljóðfæraleik og hvernig styrktarþjálfun getur haft góð áhrif fyrir þá sem þjást af álagsmeiðslum tengdum hljóðfæraleik.

Samþykkt: 
  • 24.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25429


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Styrktarþjálfun fyrir hljóðfæraleikara.pdf677.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna