is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25474

Titill: 
  • Plastfljótið : listmenntun til sjálfbærni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í meistaraverkefninu er skoðað hvort og hvernig listsköpun getur nýst sem afl til aðgerða þegar kemur að því að leysa vandamál sem við stöndum frammi fyrir og varða umhverfi okkar, líf og starf. Markmiðið er að benda á leiðir um það hvernig má nýta listsköpun til þess að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi sjálfbærrar þróunar og reyna með því að leita leiða til að minnka vistspor okkar hér á jörðu og vernda náttúruna. Megin aðferðafræði verkefnisins byggir á menntun til sjálfbærni, grenndarnámi og þátttökulist en einnig er komið inn á samþættingu námsgreina og þverfaglega nálgun í námi. Þær aðferðir sem hér um ræðir miða sérstaklega að tengingu nemenda við eigin menningarheim og umhverfi og lagt er upp með að þeir átti sig á eigin getu til aðgerða, geti haft áhrif á það sem gerist í samfélaginu. Þátttökulistaverk af þeim toga sem hér um ræðir getur einnig stuðlað að því að brjóta niður múra og brúa bil á milli kynslóða. Gerð er ítarleg grein fyrir verkefninu Plastfljótið - listmenntun til sjálfbærni, sem eins konar pilot verkefni sem miðar að þessum gildum. Með verkefninu er leitast við að vekja fólk til umhugsunar um ofnotkun plastumbúða og um leið hvatning til aðgerða í þeim málum. Verkefnið er unnið í takt við lykilhæfni nýrrar aðalnámskrár með sérstakri áherslu á þær námsleiðir sem þykja vænlegar til árangurs þegar kemur að menntun til sjálfbærni og ríma um leið við mína eigin starfskenningu. Stuðst er við námsviðmið sem tekur á sjö þáttum sem tengja má saman í þeim tilgangi að greina menntun til sjálfbærni. Þar er stöðugt verið að huga að spurningunum um það hvað sé verið að kenna, hvernig það sé gert og hvers vegna.

  • Útdráttur er á ensku

    This master’s thesis shows how art can be used as a medium for resolving environmental issues. It shows examples on how creating art can raise awareness of the importance of sustainability, and encourage people to look for ways on how we can improve our ecological footprint. The main methodology of the project is based on education for sustainable development, environmental education and participatory art. Furthermore, it depicts a multidisciplinary approach to integrated education. The methods used are in essence aimed at connecting students to their cultural and environmental surroundings, to help them realize that they can have an impact on society. Participatory artwork of this kind can help break down walls, and instead build bridges between generations. The thesis includes a detailed analysis of the project Plastic River – art education for sustainability as a type of pilot project aimed at the values mentioned earlier. The project is carried out in conjunction with the core competency of the national curriculum with an emphasis on the methods most likely to prosper in education for sustainability, which in turn broadens my own theory of work. Focus is set on a seven-aspect learning framework within which each and every aspect can be intertwined to cast a light on education for sustainability while asking countless questions on what is being taught, how and why.

Samþykkt: 
  • 28.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25474


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Júní+2016.+Plastfljótið+-+listmenntun+til+sjálfbærni.+ÓBB.+M.+Art.+Ed.+20+ein.+.compressed.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna