is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25496

Titill: 
  • Kúl fas : cool jazz
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Okkur, flestum, hefur verið gefin einstök gjöf, það eru skilningarvitin okkar. Þú getur litið upp til himins og dáðst að honum í stað þess að gá til veðurs, en aðeins ef þú gefur þér tíma til þess. Við lifum nefnilega í heimi sagna (frásagna) hvort sem þær eru raunir eða skáldskapur og svo aftur á móti tíma. Frásögur geta flutt þig í annan tíma eða tímabil og-/eða stjakað við tilfinningum þínum sem veldur því að þú flyst, í huganum, yfir í annað tímabil.
    Í þessari ritgerð mun ég gera grein fyrir hugðarefnum mínum, tilurð þeirra og hvernig ég vinn úr sögum sem mig langar segja. Ritgerðin er í raun rannsókn á því hvernig ég vinn með frásögur, sveipi þær dulúð eða hvítþvæ þær og skila þeim í anda hugmyndalistar, oftar en ekki sem innsetningu eða skúlptúr. Verk listamanna á borð við Sophie Calle, Christian Boltanski, Guðjón Ketilsson og Allan McCollum tala til mín og minna hugmynda, og mun ég skoða nánar hvar verkum mínum ber niður í samanburði við þeirra. Ég styðst við skoðanir og kenningar rithöfundarins, Joan Didion, um hvernig einstök atvik og raunir hafa áhrif á mig og hvað kenningar heimspekingsins Gaston Bachelard eiga sammerkt með mínum hugrenningum.

Samþykkt: 
  • 28.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba_maria_worms_2016 (1).pdf2.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna