is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25505

Titill: 
  • Ósamræmi í skattlagningu fjármálagerninga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að útskýra helstu reglur varðandi skattlagningu þeirra tekna sem hljótast af fjármálagerningum og hvernig reglur á sviði skattlagningarinnar hafa breyst í gegnum árin. Tekin eru fyrir álitaefni sem sprottið hafa upp varðandi framkvæmd skattlagningarinnar og útskýrt er hvaða breytingar á henni höfundur telur að yrðu jákvæðar fyrir íslenska fjármálamarkaðinn. Útskýrt er það ósamræmi sem er í skattlagningu umræddra tekna og af hverju ósamræmið stafar. Fyrsti kafli ritgerðarinnar er inngangur. Í öðrum kafla eru tvö hugtök skilgreind sem nauðsynlegt er að skilja við lestur ritgerðarinnar. Í þriðja kafla ritgerðarinnar eru hlutabréf skilgreind og útskýrt hvaða tekjur hljótast af þeim. Fjallað er svo um hvaða reglur gilda um skattlagningu þeirra og hvernig skattlagningin hefur breyst á síðustu árum. Í fjórða kafla eru skuldabréf skilgreind og fjallað um þær mismunandi tekjur sem af þeim hljótast og hvernig hver tekju tegund er skattlögð. Í fimmta kafla eru hlutdeildarskírteini og verðbréfasjóðir skilgreindir og fjallað er um skattlagningu þeirra. Borin er saman skattlagning hlutdeildarskírteina og þeirra tekna sem fjallað er um í fyrri köflum. Í sjötta kafla eru afleiður skilgreindar og valdi höfundur fjórar tegundir afleiðusamninga til frekari útskýringar á hugtakinu. Fjallað er um skattlagningu þeirra tekna sem af afleiðusamningum hljótast og er hún borin saman við skattlagningu þeirra tekna sem fjallað er um fyrr í ritgerðinni. Í sjöunda og seinasta kaflanum eru tekin fyrir þau álitaefni sem sprottið hafa upp í ritgerðinni. Borin eru saman skattlagning allra þeirra tekna sem fjallað hefur verið um og svarar höfundur eftir bestu getu hvaðan ósamræmið innan skattlagningarinnar stafar og í hverju það felst.

Samþykkt: 
  • 29.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25505


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð, Kt. 140491-3149, Ósamræmi í skattlagningu fjármálagerninga.pdf646.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna