is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25528

Titill: 
  • Hver ber ábyrgð á líkamstjóni íþróttafólks? : gáleysi þjálfara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um mögulega skaðabótaábyrgð vegna líkamstjóns íþróttafólks sem þjálfarar valda með gáleysislegri háttsemi sinni. Verður skoðað hvenær þjálfari hafi sýnt af sér gáleysislega háttsemi sem er grundvallarskilyrði þess að skaðabótaskylda stofnist samkvæmt meginreglum skaðabótaréttar. Hafi þjálfari valdið tjóni með framangreindri háttsemi, verður að skera úr um hver beri í raun og veru ábyrgð á því. Er það þjálfarinn, íþróttafélagið eða líkamsræktarstöðin sem hann starfar fyrir? Þessum aðilum getur reynst fjárhagslega erfitt að standa undir ábyrgð vegna tjónsins og verður því reynt að svara hvernig sá sem ábyrgðina ber geti verið öruggur um að geta greitt þá skaðabótakröfu sem á hann fellur.
    Til þess að gera umfjöllun um svör við einstökum rannsóknarspurningum markvissari, hafði höfundur samband við starfsmenn nokkurra íþróttafélaga og líkamsræktarstöðva. Voru þeir spurðir að því hvernig þeir litu á framangreind atriði og hvernig þessu væri háttað hjá þeim. Af svörum þeirra má dæma að þeir líta mismunandi augum á þetta.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru í meginatriðum þær að við mat á saknæmri háttsemi þjálfara þurfi til dæmis að líta til þess hvort um þjálfun barna eða fullorðinna hafi verið að ræða og hversu góður og vanur íþróttamaður tjónþolinn hafi verið þegar tjónsatburður varð. Þá verður að telja að í flestum tilfellum beri íþróttafélagið eða líkamsræktarstöðin, sem þjálfarinn vinnur fyrir, ábyrgð á tjóninu. Þó getur þjálfarinn borið persónulega ábyrgð ef hann hefur valdið tjóninu með stórfelldu gáleysi eða ásetningi. Þeir sem standa fyrir íþróttastarfsemi geta síðan keypt sérstaka ábyrgðartryggingu sem tryggir þá gegn fjárútlátum vegna framangreindrar skaðabótakröfu.
    Tilgangur ritgerðarinnar er ekki að koma höggi á neinn, heldur greina stöðuna og vonandi hjálpa þjálfurum, íþróttafélögum og líkamsræktarstöðvum að búa þannig um hnútana að ef eitthvað fer úrskeiðis fái sá sem verður fyrir bótaskyldu tjóni það bætt og sá sem ábyrgðina ber sé tryggður fyrir áhættunni.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay discusses the possible liability for injuries of athletes caused by negligence of the coach. First it will be considered when the coach has acted recklessly, and that is necessary according to the principles of the Icelandic tort, so legal liability can be established. If the coach has caused damage with such behavior, then it has to be determined who is actually responsible for that damage. Is it the coach, the sports club or the fitness center he works for? These parties may be financially difficult to cover the liability for damages therefore it will also be attempted to answer what they can do to be able to pay the claim.
    In order to see who employees of sports clubs and fitness centers in Iceland think should be responsible for the above damage, the author had contact with several such parties. They were asked how they viewed the above elements and how they would manage this. It is clear from their answers that they have different opinions on this.
    The findings of the thesis are mainly that when assessing the negligence of coaches, it has to be taken in to consideration whether he was training children or adults and how good and seasoned the damaged athlete was. In most cases the sports clubs or the fitness centers bears responsibility for the damage. However, the coach might be responsible if he caused the damage by gross negligence or intent. These parties can then purchase special liability insurance that guarantees them against all aspects of the above claims for damages.
    The purpose of the essay is to analyze the situation and hopefully help coaches, sports clubs and gyms to be prepared if something goes wrong and to make sure the party responsible is insured for risks. 

Samþykkt: 
  • 30.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver ber ábyrgð á líkamstjóni íþróttafólks - gáleysi þjálfara.pdf652.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna