is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25533

Titill: 
  • Uppsögn á vátryggingarsamningi : áhrif lögfestingar ákvæðis er heimilar flutning milli vátryggingafélaga á vátryggingartímabili
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á árinu 2015 var með breytingalögum nr. 15/2015 gerð umfangsmikil breyting á uppsagnarheimildum vátryggingartaka samkvæmt núgildandi lögum um vátryggingarsamninga nr. 30/2004, en með setningu laganna var vátryggingartökum gert kleift að slíta vátryggingarsamningum sínum með uppsögn á vátryggingartímabili með mánaðar fyrirvara í því skyni að færa sig yfir til annars vátryggingafélags. Með lögfestingu þessarar nýju uppsagnarheimildar var hreyfanleiki vátryggingartaka því aukinn til muna. Í ritgerð þessari er hin nýja uppsagnarheimild laganna sérstaklega tekin til skoðunar en meginmarkmiðið er að kanna hvort hin nýja regla laganna sé betur sniðin að vátryggingamarkaðnum, einkum með tilliti til hagsmuna neytenda á vátryggingamarkaði, heldur en eldri reglur vátryggingarsamningalaga er takmörkuðu heimildir vátryggingartaka til uppsagnar í þeim eina tilgangi að færa viðskipti sín til annars félags við lok vátryggingartímabilsins. Með ritgerðinni er leitast við að svara því hvort að sú þróun sem orðið hefur hafi, með einhverjum hætti, verið aðilum vátryggingamarkaðarins til hagsbóta. Til þess að svara þessum spurningum er gerð grein fyrir aðdragandanum að lögfestingu reglna um heimildir vátryggingartaka til þess að slíta vátryggingarsamningi á samningstíma með uppsögn og þeim skrefum sem tekin hafa verið frá lögfestingu reglnanna fram að setningu núgildandi laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004, með þeim breytingum sem síðar hafa verið gerðar. Litið er til þeirra sjónarmiða sem legið hafa að baki breytingunum, með sérstakri áherslu á samningaréttarleg og samkeppnisleg sjónarmið, sem og til löggjafar annarra landa um sama efni og túlkun á henni. Að endingu er viðhorf neytenda á vátryggingamarkaði til vátryggingafélaga hér á landi og flutnings á viðskiptum milli félaga kannað, ásamt því að rannsakað er hvort einhverjar breytingar hafa orðið hjá vátryggingafélögunum í kjölfar lögfestingar hinnar nýju uppsagnarheimildar laganna.
    Það er niðurstaða höfundar að hið nýja fyrirkomulag henti vátryggingamarkaðnum betur en það fyrirkomulag sem ríkti hér áður, einkum m.t.t. hagsmuna vátryggingartaka, og því fyrirkomulagi eigi að viðhalda.

  • Útdráttur er á ensku

    In 2015, significant changes were made to the termination rights in Act No 30/2004 on Insurance Contracts. With the adoption of the amending Act No 15/2015, policyholders were enabled to cancel their insurance contract with one month’s notice, for the purposes of transferring to another insurance company. With the implementation of the amended rights of termination, the mobility of the policyholders was substantially increased. This essay specifically focuses on the new rights of termination and the main goal is to determine whether the amended rule is better suited to the insurance market, particularly in relation to insurance consumer interests, than the rules of the preceding Act on Insurance Contracts that aimed to limit the termination rights of policyholders with the sole purpose of transferring to another insurance company to the end of a period of insurance. The essay seeks to determine whether the recent developments are, by any means, in the interest of the parties of the insurance market. In order to answer these questions, the antecedents of the implementation of the rules allowing for the termination of an insurance contract by resignation are accounted for, as well as the steps taken between the implementation of the rules up until the adoption of the amended Act No 30/2004 on Insurance Contracts with subsequent amendments. Special consideration is given to the underlying concerns, with emphasis on the contractual and competitive aspects, as well as the corresponding legislation of other nations and interpretation thereof. Finally, the opinion of the insurance consumers regarding the Icelandic insurance companies and transferal between companies is considered, as well as any changes that may have affected the insurance companies in the wake of the implementation of the new termination rights of the Act.
    Author´s conclusion is that the new arrangement is more suitable to the insurance market than former arrangement, particularly considering insurers´ interests, and that arrangement should be maintained.

Samþykkt: 
  • 4.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25533


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKA-PRENTUN.pdf5.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna