is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25537

Titill: 
  • Dagpeningagreiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sjúkrasjóðir stéttarfélaga starfa á grundvelli kjarasamninga og laga nr. 19/1979 og nr. 55/1980, þar sem kveðið er á um greiðsluskyldu vinnuveitenda í slíka sjóði. Réttur til greiðslna úr sjúkrasjóðum er hluti af starfskjörum launþega á vinnumarkaði, en einnig mikilvægt bótaúrræði vegna tímabundins missis starfsorku. Sé litið á sögu sjúkrasjóða og hlutverk þeirra innan bótakerfisins er ljóst að réttindi í sjúkrasjóðum eru hluti efnahagslegra og félagslegra réttinda sem löggjafinn hefur talið nauðsynlegt að tryggja öllum launþegum. Þrátt fyrir það gilda engar heildstæðar réttarreglur um starfsemi sjúkrasjóða, heldur er hún að mestu ákveðin í reglum sem stéttarfélögin sjálf setja. Lögbundið hlutverk sjóðanna er að greiða dagpeninga þegar launþegi hefur fullnýtt kjarasamningsbundinn rétt til launa vegna veikinda og slysa. Um inntak þess bótaréttar gilda reglur hvers sjóðs, en þar er ákveðin fjárhæð bóta, lengd greiðslutímabils og önnur skilyrði bótaréttar.
    Greining á reglum sjúkrasjóða sem varða dagpeningagreiðslur leiðir í ljós að um ýmis atriði getur borið töluvert á milli, hver réttur sjóðfélaga í mismunandi sjóðum er. Munar þar mestu um reglur sem varða skerðingu eða brottfall réttinda, auk reglna sem veita stjórn sjóðsins heimild til að taka matskenndar ákvarðanir um úthlutun bóta. Einnig er mjög misjafnt hversu ítarlegar og skýrar þær reglur eru sem sjúkrasjóðir birta á opinberum vettvangi, en engin skylda hvílir á sjúkrasjóðum að birta reglur sínar. Þetta getur leitt til þess að sjóðfélagar séu í vafa um rétt sinn og hafi ekki forsendur til að meta hvort ákvörðun um bótarétt sé réttmæt. Ákvarðanir sjóðstjórnar sæta engu ytra eftirliti; sé sjóðfélagi ósáttur við ákvörðun á hann yfirleitt ekki annan kost en að leita til dómstóla. Ástæða er til að íhuga hvort rétt væri að skapa þessari starfsemi ítarlegri umgjörð, sem gæti betur tryggt réttaröryggi og jafnræði sjóðfélaga.

  • Útdráttur er á ensku

    Union Sickness Benefit Funds are run by Trade Unions in accordance with the unions’ collective agreements, along with Act No. 19/1979 and Act No. 55/1980, which require all employers to pay a premium to such funds. Benefit payments from Union Funds are regarded as part of a worker’s compensation, as well as important social benefits to cover temporary incapacity. These benefits are part of social and economic rights that the state has seen fit to guarantee for all employees. Despite this, no cohesive rules apply to those funds, whose operating conditions are mainly decided in each union’s regulations. According to law, Union Sickness Benefit Funds must pay an allowance to members who have exhausted their right to paid sick leave. All conditions of those payments, including amounts and duration, are set out in regulations for each fund.
    An analysis of the Union Funds’ regulations shows that different rules apply to members of each fund, especially when it comes to suspension and termination of benefits, but also concerning the degree to which a funds’ board may reach discretionary decisions on a member’s right to benefits. In addition, Union Funds are under no obligation to publish regulations or decision making guidelines, and the quality of published material differs greatly. As a result, members may lack capacity to determine which benefits they are entitled to, or if a decision of the board is legitimate. Decisions of the board are usually final; if a member disagrees, their only option is to bring the case to court. It must be considered whether Union Sickness Benefit Funds should be subject to more coordinated regulations or law that could better ensure the legal protection and equality of their members.

Samþykkt: 
  • 4.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25537


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_Sjukrasjodir.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna