is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25539

Titill: 
  • Réttur til uppsagnarverndar á meðgöngu og í fæðingarorlofi í orði og á borði : um 30. gr. laga nr. 95/2000 og vernd barnshafandi kvenna og foreldra í og á leið í fæðingarorlof gegn uppsögnum.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að meta hvort uppsagnarvernd barnshafandi kvenna og foreldra í og á leið í fæðingarorlof sé tryggð með 30. gr. laga nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof (ffl.). Markmið ákvæðisins er að veita verðandi og nýbökuðum foreldrum, sem eru í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði, ríkari uppsagnarvernd en ella. Ótækt er að fjalla um fæðingarorlofslöggjöfina án þess að setja hana í lagalegt, sögulegt og samfélagslegt samhengi, jafnt innlent sem erlent, en einnig eru lögskýringargögn nýtt til að framkalla vilja löggjafans.
    Uppsagnir ráðningarsamninga eru ákvöð skv. samningarétti, en réttindi launamanna eru tryggð víðs vegar í vinnuréttarlöggjöfinni, auk kjarasamninga, sem eru mikilvægasta stoð ráðningarsamninga. Ríkar skyldur hvíla á vinnuveitendum þegar kemur að uppsögnum barnshafandi kvenna og foreldra í og á leið í fæðingarorlof og þurfa þeir að sýna fram á gildar ástæður til að uppsögnin teljist lögmæt.
    Horft var var til þróunar fæðingarorlofslöggjafarinnar á Norðurlöndunum, með sérstakri áherslu á danskan rétt. Farið var yfir dóma og úrskurði sem hafa fallið þar sem reynir á uppsagnarvernd 30. gr. og danskir dómar reifaðir til þess að draga fram mynd af réttarverndinni í Danmörku. Leiddi sú skoðun í ljós að danskur réttur túlkar uppsagnarvernd starfsmanana mun víðar en gert er á Íslandi, þar sem vísbendingar eru um að hagsmunir vinnuveitenda vegi oft þyngra í hagsmunamati íslenskra dómara en hagsmunir starfsmanna.
    Niðurstaða höfundar er að íslenskur réttur hafi svigrúm til að veita starfsmönnum í þessari stöðu mun meiri réttarbætur og skerpa enn betur á verndinni sem 30. gr. er ætlað að veita. Auk þess eru sektargreiðslur vannýtt úrræði í íslenskum rétti, en heimild er fyrir þeim skv. 31. gr. a. ffl. Því til viðbótar þarf að auka eftirlit með framkvæmdinni á uppsögnum enn frekar með skýrari löggjöf og virku aðhaldi, en það er það sem þar til þess að vinnumarkaðurinn virði ákvæði 30. gr. betur.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis is to examine whether the protection of pregnant women and parents on or planning a maternity/paternity leave against redundancies is guaranteed by Article 30. of Act. 95/2000 on maternity/paternity leave (AoMPL.). The objective of the provision is to provide expectant and new parents, whose position on the labor market is vulnerable, greater redundancy protection than otherwise. Legislation on maternity/paternity leave needs to be considered in a legal, historical and social context, both domestic and foreign as well as in connection with explanatory reports.
    Employee rights are secured in the labor law legislation and collective agreements, which are the most important pillars of employment contracts. Employers have a strict obligation when it comes to terminating a pregnant woman or parents on or going on parental leave and need to provide a reasonable cause for the termination to be legal.
    In assessing the development of maternity/paternity leave legislation, attention was directed to the Nordic countries, specifically Denmark. Rulings and decisions, where Art. 30 has come into consideration, were reviewed and mirrored in Danish rulings to provide a comparison of the judicial protection in Denmark and Iceland. It revealed that Danish courts interpret the redundancy protection more broadly than their Icelandic peers, who often outweigh the interests of the employer against the employees interests.
    The conclusion is that there is room for improvement in the Icelandic legislation on maternal/paternal leave and that the courts should award much higher compensations to wrongfully dismissed employees. Additionally, art. 31 a.of the AoMPL. allows imposing fines on those who violate the act, which is an underutilized resource.
    The execution of terminations need to be monitored better with more decisive legislation and active restraints in order for the labor market to better respect the provisions of art. 30 and improve the protection it is intended to provide.

Samþykkt: 
  • 4.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa til prentunar_pdf.pdf754.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna