is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25545

Titill: 
  • Afreksstefna fyrir lyftingafélag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð var leitast við að svara hvaða þættir skipta máli og ber að taka tillit til við gerð afreksstefnu fyrir Lyftingasamband Íslands og lyftingafélag. Afreksstefnan ætti snúast um það að hafa sem mesta stjórn á ytri þáttum og búa til sem best umhverfi fyrir íþróttamanninn.
    Fjallað var um reglur í ólympískum lyftingum og sögu íþróttarinnar,
    sem og hvernig Ísland stendur á heimsvísu. Einnig var fjallað um hvað
    það þýðir að vera afreksíþróttamaður og hvaða eiginleikum slíkur
    íþróttamaður þarf að vera gæddur og hvernig hægt sé að skapa sem
    best umhverfi fyrir hann til þess að ná árangri. Fjallað var um mikilvægi markmiðasetningar og mismunandi tegundir markmiða. Búið var til plakat með markmiðastiga. Markmiðastiginn hjálpar íþróttamönnum
    að sjá hvar þeir standa miðað við aðra, átta sig á veikleikum sínum og
    styrkleikum og hjálpar þeim við markmiðasetningu. Gerð var
    þarfagreining á íþróttinni og útbúin viðmið fyrir styrk á hverju stigi í
    markmiðastiganum.

Styrktaraðili: 
  • Sporthúsið heilsurækt og CrossFit Sport
Samþykkt: 
  • 4.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25545


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bsc-Lokaverkefni-Árni-Freyr-variðPDF.pdf949.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna