ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2555

Titill

Gengi íslensku krónunnar. Sagan og sveiflurnar

Útdráttur

Gengi íslensku krónunnar er sveiflukennt. Í þessari ritgerð er fyrst og fremst fjallað um hvað veldur sveiflum gengisins. Fyrirkomulag gengismála í gegnum tíðina er skoðað og reynt að komast að því hvað hefur aðallega ollið sveiflunum hingað til. Farið er yfir hvernig íslenskir fjármálamarkaðir fóru frá því að vera vanþróaðir og heftir, yfir í að vera alþjóðlegir, samhverfir og skilvirkir. Umbreytingin sem varð skilaði viðskiptalífinu árangri á heimsmælikvarða en það virðist ekki hafa verið innistæða fyrir fögnuði. Farið er ítarlega yfir það hvernig grunnur var lagður að langstökki íslensk efnahagslífs með nútímalegri mörkuðum og hvernig leiðin var greidd fyrir innstreymi erlends fjármagns til landsins. Sérstaklega er skoðað með hjálp einfalds hagfræðilíkans hvað gerist ef mikið af erlenda fjármagninu hverfur skjótt úr landi. Einnig er skoðað hvort að innflæði fjármagns vegna stóriðjuframkvæmda á Austurlandi hafi haft eins mikil áhrif og margir vilja meina.
Þessi þróun er skoðuð út frá hlutverki gengis krónunnar í þessum ólgusjó.

Samþykkt
11.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
nunnar_fixed.pdf1,17MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna