is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25560

Titill: 
  • Sendingargeta í 4. flokki í knattspyrnu : er munur á sendingargetu kven- og karlkyns iðkenda á aldrinum 12 til 14 ára í knattspyrnu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sendingargeta í knattspyrnu er tæknilegt atriði sem skiptir miklu máli þegar kemur að árangri liðs. Þar sem fáar rannsóknir hafa verið gerðar á sendingargetu í knattspyrnu var ákveðið að gera megindlega rannsókn á iðkendum í 4.flokki í knattspyrnu. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort strákar eða stelpur séu með betri sendingargetu í 4. flokki. Mælingar voru gerðar á iðkendum hjá knattspyrnudeild Fjölnis og Víkings og voru karlkynsiðkendurnir hjá báðum félögunum bornir saman við kvenkynsiðkendurna. Þær mælingar sem lagðar voru fyrir voru 10 metra, 20 metra og 30 metra innanfótarsendingar og fóru mælingarnar fram í Egilshöll og á Víkingsvelli. Helstu niðurstöður voru þær að strákar eru að meðaltali með betri sendingargetu en stelpur. Niðurstöður sýndu einnig að stelpur eru með betri sendingargetu í 10 metrum en strákar eru með betri sendingargetu í 20 og 30 metrum. Munurinn er þó ekki marktækur á milli kynja og því er ekki hægt að fullyrða að strákar séu með betri sendingargetu heldur en stelpur. Þegar kemur að sendingum í knattspyrnu er mikilvægt að þær séu nákvæmar þar sem þær geta gert útslagið í leiknum sjálfum. Ég vona að verkefnið geti nýst þjálfurum yngri flokkkanna til að framkvæma rannsóknina á sínu liði og geti gert samanburðarrannsókn við önnur lið.

Samþykkt: 
  • 5.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25560


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sendingargeta í 4. flokki í knattspyrnu.pdf766.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna