is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25605

Titill: 
  • Hönnun og smíði á spanhituðum þrýstiklefa til vinnslu á olíu úr örþörungum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Orkuþörf jarðarbúa hefur aukist verulega á undanförnum áratugum með vaxandi fólksfjölda og aukinni velmegun á heimsvísu. Megnið af orkuframleiðslu fer fram með brennslu jarðeldsneytis sem er takmörkuð auðlind og ljóst er að magn þess fer ört þverrandi. Annað vandamál samfara brennslu jarðeldsneytis er myndun mengandi gastegunda, einkum koldíoxíðs (CO2) sem almennt er talið eiga stærstan þátt í þeirri hnattrænu hlýnun sem á sér stað um þessar mundir. Því hafa vaknað
    spurningar um hversu lengi við getum reitt okkur á jarðeldsneyti sem okkar aðalorkugjafa. Ljóst er að þörf er á orkugjafa sem annað hvort kemur til móts við jarðeldsneyti eða alfarið í stað þess. Þróa þarf nýjar aðferðir til orkuvinnslu sem eru sjálfbærar, umhverfisvænar og neytendavænar. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna aðferð til að umbreyta örþörungum í olíu, með því að hita þá undir háum þrýstingi í þrýstiklefa í ferli sem kallast á ensku hydrothermal liquefaction.
    Í þessu markmiði voru ræktaðir þörungar í ljóstillífunarkerfi (e. Photobioreactor) sem hitaðir voru í þrýstiklefa. Þar sem engir hentugir þrýstiklefar á hóflegu verði finnast á markaðinum var farin sú leið að hanna og smíða sérhæfðan þrýstiklefa til þessara nota. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að það tókst að áttfalda
    olíuhlutfall þörungsins ásamt því að minnka orkuþörfina við framleiðslu olíunnar. Eðlisorka olíunnar sem fékkst úr ferlinu var 37,41 MJ/kg sem er í hærri mörkum fyrir olíu af þessu tagi.
    Þörungar, þrýstiklefi, lífolía, sjálfbært lífeldsneyti, kolefnisbinding.

  • Útdráttur er á ensku

    World’s energy requirements has increased dramatically in recent decades with growing population and expanded prosperity worldwide. Most of the energy production is carried out by combustion of fossil fuels which is a limited resource and is rapidly being drained. Another problem associated with the combustion of fossil fuels is the formation of polluting gases-mainly carbon dioxide (CO2) which is generally considered to be a major cause of global warming. Therefore questions
    have been raised about how long we can rely on fossil fuels as our primary energy source. It is clear that there is a need for alternative energy sources that either are used in parallel with fossil fuels or replaces them entirely. We need to develop new methods for energy production that are sustainable, environmentally and consumer
    friendly. The aim of this study is to investigate a method to convert micro algae in to oil, by heating them under high pressure in an autoclave in a hydrothermal liquefaction process. With that in mind, algae was grown in a Photobioreactor and heated in an autoclave. Since there doesn’t exist commercially a low cost solution for hydrothermal liquefaction process, it became necessary to design and construct
    a novel autoclave as a part of this project. The main conclusions are that the oil ratio of the algae was increased by a factor of eight and the energy requirements for producing each gram of oil was reduced with the procedure. Energy density of the oil obtained from the process was 37.41 MJ/kg which is in the upper region for oil of this kind.
    Algae, autoclave, bio-oil , sustainable biofuel, carbon fixation.

Samþykkt: 
  • 2.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25605


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc-Johannes-2016.pdf13.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna