is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25646

Titill: 
  • Samskipta- og vináttuþjálfun með leiklist : getur leiklist hjálpað þolendum eineltis?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um einelti, áhrif þess og hvernig leiklist getur stuðlað að bættum samskiptum hjá þolendum eineltis og þar með leitt til frekari vináttufærni. Í ritgerðinni er fjallað um einelti almennt og undirflokka eineltis: þolendur, gerendur, taglhnýtingar og neteinelti. Þá er farið yfir áhrif eineltis með áherslu á þolendur og gerendur/þolendur; mikilvægi samskipta og vináttu og loks mismunandi leiklistarform sem geta nýst í uppbyggingu samskipta- og vináttufærni þolenda eineltis. Einelti hefur skaðleg áhrif á andlega heilsu þeirra sem verða fyrir því, mismikil eftir einstaklingum. Í flestum tilfellum leiðir einelti af sér félagsfælni, kvíða og þunglyndi sem veldur því að einstaklingar sem verða fyrir einelti draga sig í hlé og ná ekki að þróa með sér samskiptahæfni og mynda vináttutengsl. Með mismunandi leiklistarformum er hægt að vinna gegn ýmsum hindrunum sem þolendur standa frammi fyrir þegar kemur að samskiptum og vinamyndun, s.s. að lesa í svipbrigði, vera virkir hlustendur og það samspil samskipta sem þarf til að mynda ný tengsl.

Samþykkt: 
  • 9.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf200.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA-Ritgerd-Arsaell.pdf826.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna