is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25667

Titill: 
  • Njáls saga í GKS 2869 4to: Lýsing og endurskoðun ættarskrár
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lögð fram til meistaraprófs í íslenskum fræðum við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Fjallað er um eitt handrit Njáls sögu, GKS 2869 4to, sem varðveitt er í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn og kallað hefur verið Sveinsbók. Að loknum inngangi, þar sem stuttlega er fjallað um handrit Njáls sögu og fyrri rannsóknir á Sveinsbók, er fjallað um feril handritsins. Í þriðja kafla er fjallað um handritið sjálft, þ.e.a.s. útlit þess, stærð, skipulag textans og lögð fram kenning um hvernig upprunaleg kveraskipting þess hefur verið. Í fjórða kafla er fjallað um skrift og stafsetningu, litið á nokkrar málbreytingar sem greina má í stafsetningu, greint á milli skrifara handritsins og lagt mat á aldur þess. Fimmti kafli er veigamesti kaflinn. Þar er fjallað um hvað fyrri fræðimenn hafa haft að segja um Sveinsbók, texti handritsins borinn saman við texta annarra handrita og gerð tilraun til að komast til botns í því hvernig sambandi þess við önnur handrit er háttað. Tekin eru saman atriði sem eru sérstæð fyrir Sveinsbók og bent á hvernig þau geta bent til tengsla við önnur handrit. Að lokum eru niðurstöður settar fram í sjötta kafla.

Samþykkt: 
  • 10.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_BjarniGunnarAsgeirsson.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna