ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2568

Titill

Ávinningur af breytingum á launakerfi ríkisstarfsmanna

Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar er að skoða ávinning af breyttu launakerfi opinberra starfsmanna ásamt því að fá fram viðhorf þátttakenda á breyttu samningsumhverfi.
Rannsóknin var eigindleg, tekin voru tíu viðtöl. Viðmælendur voru forstöðumenn ríkisstofnana og talsmenn stéttarfélaga. Allir viðmælendur báru ábyrgð á gerð stofnanasamninga á stofnunum.
Rætt var um ávinning af launakerfinu og þær breytingar sem orðið hafa á því undanfarin ár. Þá var litið til þess hvert var markmiðið með breyttu launakerfi og hvort þessi markmið hefðu náðst.
Þá var rætt um mannauðsstjórnun hjá hinu opinbera og með hvaða móti hún nýtist við stjórnun ríkisfyrirtækja. Þar má nefna starfsmannasamtöl, ráðningar, frammistöðumat og starfsþróun. Viðmælendur ræddu einning um kosti og galla á núverandi kerfi og viðruðu hugmyndir um breytingar.
Almennt töldu viðmælendur að góður árangur hefði náðst með breytingu á launakerfi. Það væri þó ennþá margt sem betur mætti fara, stórar breytingar tækju tíma. Þekkingu á framkvæmd og tilgangi starfsmannasamtala, frammistöðumats og starfsþróunar mætti einnig bæta. Viðmælendur voru sammála um að sérþekking á sviðinu ásamt góðri sí- og endurmenntun og markvissri þjálfun væri nauðsynleg.

Samþykkt
11.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
1_fixed.pdf454KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna