is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25696

Titill: 
  • Titill er á ensku Extra letterspace as visual cues to improve reading : evidence from eye movement
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókninni var ætlað að kanna áhrif „hlutunar“ á texta, þar sem bætt var inn auka bilum á milli stofns og annara eininga í orðum sem sjónrænni vísbendingu. Úrtakinu, 44 sálfræðinemum (M aldur = 25.4) var skipt í þrjá hópa. Einn hópurinn var skipaður lesblindum, en hinir tveir þátttakendum, sem ekki áttu við lesblindu að stríða. Hóparnir leystu ýmis lestrarpróf í rannsókninni með viku millibili. Mælingar fóru meðal annars fram í augnskanna, fyrir og eftir inngrip. Milli mælinga fengu þátttakendur sendan texta (inngrip) til að lesa daglega.
    Hóparnir sem skipaðir voru lesblindum og ekki lesblindum fengu sendan „hlutuðan“ texta, en viðmiðunarhópurinn, sem ekki stríddi við lesblindu, fékk sama texta án inngrips.
    Niðurstöður studdu megintilgátu rannsóknarinnar um að lesblindir sýndu meiri framför í formi færri og styttri augnstoppa (e. fixason) en aðrir við lestur á hlutuðum texta eftir inngrip. Einnig studdu niðurstöður seinni tilgátu rannsóknarinnar um að bættur árangur komi einnig fram hjá lesblindum við lestur á öðrum lestrarverkefnum eins og lestur á text með einföldu og tvöföldu línubili. Auk þess bættu lesblindir sig mest í hraða í raddlestri á hefðbundnum texta þar sem viðmiðunarhópur sýndi ekki framfarir. Hlutun á texta lofar því góðu og gæti með frekari þróun og rannsóknum orðið kærkominn stuðningur við lestrarþjálfun lesblindra.

Samþykkt: 
  • 11.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EXTRA LETTERSPACE_Sk.pdf1.21 MBLokaður til...01.05.2040HeildartextiPDF