is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25745

Titill: 
  • „Miklu erfiðara en ég hélt.“ Hvernig upplifa nýir stjórnendur starfið og hvernig læra þeir að stjórna?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Áhugasvið okkar eru ólík og sama starfið hentar ekki öllum. Stjórnendastarfið er krefjandi starf sem marga dreymir um að sinna. Flestir hafa ákveðnar hugmyndir um það hvernig það sé að vera í slíku starfi en er raunveruleikinn eitthvað í samræmi við þær hugmyndir? Það tekur oftast tíma fyrir nýja starfsmenn að komast inn í nýtt starf og læra það en hvernig er það með stjórnunarstarfið, hvernig læra nýir stjórnendur að stjórna?
    Viðfangsefni ritgerðarinnar er upplifun nýrra stjórnenda af fyrsta ári sínu í stjórnunar-starfi. Markmið rannsóknarinnar er að skyggnast inn í líf nýrra stjórnenda og reyna að fanga upplifun þeirra með þann tilgang í huga að öðlast meiri þekkingu á því hvernig stjórnendur sem eru að taka sín fyrstu skref í starfinu upplifa starfið, hvernig þeir læra að stjórna og hverjar séu helstu áskoranir þeirra. Við framkvæmd rannsóknarinnar var stuðst við eigindlega aðferðafræði og tekin voru viðtöl við níu nýja stjórnendur hjá einkafyrirtækjum á Íslandi.
    Helstu niðurstöður eru þær að það sé erfiðara og meiri breyting en búist var við að taka við stjórnunarstarfi í fyrsta skiptið. Nýir stjórnendurnir upplifa að væntingum þeirra sé ekki fyllilega mætt, þeir upplifa streitu ásamt því að mikill hluti tíma þeirra fer í að sinna starfsmannamálum. Nýir stjórnendur virðast ekki fá mikla þjálfun eða handleiðslu. Þeir læra af reynslunni með því að sinna stjórnendastarfinu og einnig með því að fylgjast með öðrum stjórnendum. Helstu áskoranir þeirra fyrsta árið í starfi eru samskipti við undirmenn, að takast á við áreiti og óvissu, að takast á við streituvalda og að hugsa og hegða sér eins og stjórnandi.

Samþykkt: 
  • 19.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25745


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RitgerdGudrunSigurjonsdottir.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing til Skemmunar.pdf155.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF