is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25748

Titill: 
  • Áhrif íhlutunar fyrir svæfingu og skurðaðgerð á kvíða dagaðgerðasjúklinga: Samþætt fræðilegt yfirlit
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Undanfarna áratugi hafa framfarir í heilbrigðisþjónustu leitt til þess að hægt hefur verið að fjölga dagaðgerðum, lækka kostnað og auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Nú eru 50-80% skurðaðgerða dagaðgerðir sem fela það í sér að sjúklingar útskrifast heim samdægurs eftir aðgerð. Flestir sjúklingar finna fyrir kvíða fyrir aðgerð og um fjórðungur dagaðgerðasjúklinga finnur fyrir miklum kvíða. Kvíði fyrir aðgerð getur verið hamlandi og haft áhrif á líðan og bata sjúklinga. Því er mikilvægt að meta og greina kvíða hjá dagaðgerðasjúklingum og finna leiðir til þess að fyrirbyggja og draga úr honum.
    Tilgangur: Að skoða hvort og hvaða íhlutanir geta dregið úr kvíða fullorðinna dagaðgerðasjúklinga.
    Aðferð: Samþætt fræðilegt yfirlit. Leitað var rannsókna, sem höfðu birst á tímabilinu janúar 2005 til febrúar 2016, um áhrif íhlutana fyrir svæfingu og aðgerð á kvíða dagaðgerðasjúklinga í gagnagrunnunum PubMed/Medline, CHINAL, Scopus og Web of Science.
    Niðurstöður: Leitin skilaði 129 greinum og tíu rannsóknir fullnægðu skilyrðum leitarinnar. Níu voru slembistýrðar og ein var hálfslembistýrð. Í níu þeirra voru könnuð áhrif einnar íhlutunar og í einni voru könnuð áhrif fjögurra íhlutana. Í fimm rannsóknum voru könnuð áhrif tónlistar, í þremur áhrif slökunar, í einni hverra eftirtalinna voru könnuð áhrif fræðslusímtals, fræðslumyndbands, viðtals með áherslu á hluttekningu og áhrif náttúrumyndbands með og án tónlistar. Í sjö rannsóknum höfðu íhlutanirnar marktæk jákvæð áhrif á kvíða. Vísbendingar eru um að tónlist, slökunarmeðferð, fræðsla með myndbandi og viðtal með áherslu á hluttekningu geti dregið úr kvíða og bætt líðan dagaðgerðasjúklinga.
    Ályktun: Hjúkrunarmeðferð, sem er sjúklingamiðuð og byggist á tónlist, slökun, fræðslu með myndbandi og viðtali með hluttekningu sem er veitt fyrir svæfingu og skurðaðgerð, getur dregið úr kvíða hjá dagaðgerðasjúklingum.
    Lykilorð: Dagaðgerð, svæfing, kvíði, íhlutun, fræðsla, undirbúningur.

Samþykkt: 
  • 22.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25748


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif íhlutunar fyrir svæfingu ...pdf832.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf406.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF