is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25752

Titill: 
  • Memorabilia: Um minni, minningar og minningasöfn
  • Titill er á ensku Memorabilia: Memory, memories and memorial museum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skoðuð ákveðin tegund safna sem fellur undir samheitið minningasöfn. Minningasöfn hafa sprottið upp síðustu þrjátíu ár um allan heim og því vert að skoða af hverju þessi bylja minningasafna hafa komið fram og þá einnig hverskonar söfn og staðir þetta eru.
    Fyrst er farið í að skoða og fjalla um minni frá nokkrum hliðum allt frá því að
    að kanna grunnþátt og myndun minnis, en það byrjar að myndast mjög snemma á fósturstigi hvers einstaklings, síðan er farið yfir í að skoða nokkrar tegundir minnis og minniskerfa. En minni og minniskerfin sem því fylgja, er sú undirstaða sem við byggjum á til að geta kallað okkur manneskjur og samsamað okkur hluta af hópum, þjóðfélögum og heiminum sem slíkum í allri sinni heild. Í skoðuninni á minniskerfunum er fyrst og fremst skoðuð einstaklingsminni, kynslóðaminni, sameiginlegt minni og menningarminni. Allar þessar tegundir minnis hafa sínar sérstöku hliðar, virkni og tilgang sem tengir einstaklinga saman. Einnig eru þær ákveðin tjáningarform í blíðu og stríðu gegnum lífið og það lím sem býr til samfélag.
    Síðar í ritgerðinni verður athuguð sjálfsmynd og sögusmíð í samhengi við minni og minniskerfin og hvað er sagt og hvað er ekki sagt í tengslum við minni og minningar.
    Að lokum verða skoðuð og borin saman nokkur minningasöfn og minnisvarðar víðsvegar í heiminum í samhengi við minni og minningar. Þau söfn, sem tekin eru fyrir eru: Hirosima Pace Memorial Museum í Japan, Musée Mémorial Pour La Paix í Caen Frakklandi, Tulo Sleng í Chile, Villa Grimaldi í Kambodíu og endað á að skoða og bera vel saman United States Holocoust Memorial Museum og 9/11 World Trade Center í New York í Bandaríkjunum. Í gegnum þennan samanburð er reynt að greina af hverju minningasöfn eru sett á fót og starfrækt. Hver aðaleinkenni þeirra og hlutverk eru og hvers vegna almenningur heimsækir þau. Einnig verður reynt að rýna í það hvers vegna áhugi er á að heimsækja söfn þar sem fjallað er um erfiðar tilfinningar, sára lífreynslu, þjáningu og dauða.

  • Útdráttur er á ensku

    Memory is the specific expression through life that form individuals and creates community relations. This thesis examines memory by looking at particular types of cultural institutions that are usually called memorial museums and usually deal with difficult emotions, experiences, suffering and death.
    I discuss what memory means; from theories about how memory is individually formed at an embryonic stage in each person, to types of memory and memory systems. In the examination of memory systems I am discussing particular individual memory, generation memory, collective memory and cultural memory. All of these types of memory have their particular aspects, function and purpose of linking individuals together. I also examine identity and construction of history in the context of memory, structures of memory systems and forgetting.
    Finally, I review and compare some renowned museums and monuments around the world in the context of memory and memories. The memorial museums, which are discussed are: Hiroshima Pace Memorial Museum in Japan, Musée Mémorial Pour La Paix in Caen France, Tulo Sleng in Chile, Villa Grimaldi in Cambodia and the Holocaust Memorial Museum and 9 / 11 World Trade Centre in the United States. I explore reasons why memorial museums are founded and operated, what their main characteristics are and what makes them potentially attractive to the public

Samþykkt: 
  • 25.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Makrisitnmhritgerð4mars2016rendir.pdf5.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan 8.jpeg624.05 kBLokaðurYfirlýsingJPG

Athugsemd: Hef leyfi deildar til að hafa ritgerðina lokaða í ár.