is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tölvunarfræðideild / Department of Computer Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25762

Titill: 
  • Trausti - Mælirekstrarkerfi fyrir Veðurstofu Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fól í sér að halda áfram þróun á mælirekstrarkerfi fyrir Athugana- og tæknisvið Veðurstofu Íslands. Markmiðið var að að hanna aðgangsstýrðan framenda fyrir miðlægt kerfi sem heldur utanum stöðvar þar sem viðfangsefnin eru loft, vatn, snjór, jöklar, jörð og haf.
    Afurðin er veflausn sem geymir upplýsingar um rekstur og viðhald á mælitækjum sem fylgjast til að mynda með loftslagsbreytingum, ofanflóðum, jarðskjálftum, eldvirkni og hniki á yfirborði jarðar.
    Hönnun og útfærsla miðaði að því að skila notendavænni og einfaldri lausn. Einnig var unnið í bakenda kerfisins sem geymir raungögn um mælingar. Forsvarsmenn verkefnisins frá Veðurstofu Íslands lögðu áherslu á að kerfið yrði nánast fullmótað á verktímanum svo unnt væri að taka það í notkun innan stofnunarinnar sem fyrst.
    Kerfið fékk nafnið Trausti og mun leysa af hendi eldri verkferla hjá Veðurstofu Íslands. Notendaprófanir gáfu mikilvægar upplýsingar við hönnun og þróun kerfisins og gáfu til kynna brýna þörf fyrir einfalt og notendavænt viðmót. Jafnframt sýndu notendaprófanir fram á að hönnun og þróun væri í takt við raunþarfir stofnunarinnar og framtíðarnotenda kerfisins.

Samþykkt: 
  • 29.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskýrsla_Trausti.pdf4.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Rekstrarhandbók.pdf282.55 kBOpinnPDFSkoða/Opna