is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25813

Titill: 
  • Kvíðaraskanir hjá börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er skrifuð sem lokaverkefni til BA-prófs við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar er að fjalla um kvíðaraskanir hjá börnum en kvíðaraskanir eru meðal algengustu geðraskana hjá börnum. Rannsóknir hafa sýnt að kvíðaraskanir eru oft vangreindar sem og ómeðhöndlaðar hjá börnum. Ein helsta ástæðan er talin vera sú að foreldrar og fólk almennt þekkir ekki einkennin. Þær rannsóknarspurningar sem ég leita svara við í ritgerðinni eru tvær, hver eru helstu einkenni kvíðaraskana hjá börnum og hverjar eru mögulegar afleiðingar. Niðurstöður sýna að einkenni kvíðaraskana geta verið margvísleg, allt eftir um hvaða flokk er að ræða en flokkar kvíðaraskana eru sjö talsins. Einnig kom fram að einni kvíðaröskun fylgir oft önnur kvíðaröskun sem og aðrar raskanir á borð við þunglyndi. Það getur leitt til þess að enn örðugara er að átta sig á einkennum. Niðurstöður sýna jafnframt að afleiðingar kvíðaraskana geta haft skaðleg áhrif á marga þætti í lífi barna. Má þar nefna frammistöðu þeirra í námi, félagsleg samskipti við jafnaldra og á sjálfsmynd. Í alvarlegustu tilfellunum geta kvíðaraskanir leitt til sjálfsvígs. Af þessu má sjá að afleiðingar kvíðaraskana geta haft töluvert slæm áhrif og því mikilvægt að auka þekkingu á einkennum, sérstaklega hjá foreldrum og þeim sem starfa með börnum til að sporna gegn slæmum afleiðingum.

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25813


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kvidaraskanirhjabornum-BergthoraHolmJohannsdottir.pdf557.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing-um-medferd-lokaverkefna.pdf521.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF