is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25819

Titill: 
  • Samvirkt og verkefnamiðað tungumálanám
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs í grunnskólafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Henni er ætlað að varpa ljósi á gagnsemi samvirks og verkefnamiðaðs náms í tungumálakennslu, þá sér í lagi í dönsku. Hér verður byrjað á því að fjalla um færniþættina fjóra, millimálið og þá þróun sem hefur átt sér stað í kennsluaðferðum erlendra tungumála. Eftir það verða hugtökin samvirkt nám og verkefnamiðað nám útskýrð og að því loknu gefin fjögur dæmi um það hvernig hægt er að setja upp kennslu með þessar aðferðir að leiðarljósi. Tilgangurinn með þessu verkefni er að opna augu dönskukennara fyrir gagnsemi kennsluaðferða sem styðjast við gagnvirk tjáskipti nemenda á markmálinu og hvernig þeir gætu mögulega nýtt sér þær í eigin kennslu með þeim kennsludæmum sem gefin eru upp í lok ritgerðarinnar. Rannsóknarspurning ritgerðinnar er þá: Hvernig er hægt að notfæra sér þessar aðferðir í dönskukennslu? 

Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25819


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samvirkt og verkefnamiðað tungumálanám.pdf738.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð verkefna.pdf13.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF