is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25826

Titill: 
  • Skapandi hópverkefni 2016 : leið til kveikju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð er hluti af Skapandi hópverkefni til B.Ed gráðu árið 2016, þar sem hópur kennaranema vann að verkefnum með yfirheitið Samþætting námsgreina og samvinna kennara. Þessir tveir þættir haldast vel í hendur því auðvelt er að vinna að samþættingu í gegnum samvinnu og einnig að vinna saman í gegnum samþættingu. Hér verður fjallað um verkefni sem ber heitið Leið til kveikju.
    Leið til kveikju er ein af þremur útfærslum Skapandi hópverkefnis 2016, það er spil sem ætlað er að hvetja kennara og kennaranema til samvinnu og að samþætta námsgreinar. Í gegnum kennaranámið hefur mikil áhersla verið lögð á mikilvægi þess að kennarar sýni samstöðu og vinni saman að því að koma til móts við þann fjölbreytta nemendahóp sem er í grunnskólum. Hugmyndin að Leið til kveikju varð til út frá spurningunni um það hvernig hvetja mætti kennara til þess að vinna saman að því að samþætta námsgreinar.
    Til þess að gera betur grein fyrir mikilvægi samvinnu og samþættingar munum við ræða starfsþróun kennara, hversu mikilvægt það er að kennarar vinni saman og hversu öflugt það getur verið að samþætta námsgreinar. Einnig verður fjallað um hugmyndina að baki afurðinni og hvernig framkvæmd hennar fór fram.
    Þær rannsóknarspurningar sem við unnum út frá eru:
    • Hvað leiðir það af sér þegar kennarar vinna saman?
    • Hvernig er hægt að hvetja kennara til að samþætta námsgreinar með það að markmiði að stuðla að betra námi?

Athugasemdir: 
  • Þessi greinargerð er hluti af Skapandi hópverkefni til B.Ed gráðu árið 2016.
Samþykkt: 
  • 30.8.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25826


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skapandi hópverkefni 2016 - Leið til kveikju.pdf669.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Handbók - Leið til kveikju.pdf1.49 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_09.05.16.pdf143.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF