ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2583

Titill

Hvernig upplifir almenningur almannatengsl?

Útdráttur

Markmið þessa verkefnis er að fjalla um og skilgreina hugtakið almannatengsl. Hér
eru aðferðir þeirra útskýrðar og tekið er á ýmsum málum er þau varða. Farið er að
hluta yfir söguna, skoðaðir mögulegir ávinningar og ástæður þess af hverju fyrirtæki
og stofnanir ættu að nýta sér almannatengsl. Hér eru bæði skoðaðar þær hliðar er
mæla með og einnig þær sem mæla á móti notkunar almannatengsla.
Í ritgerð þessari er fjallað um rannsókn sem höfundur framkvæmdi vorið 2009 á
almenningi með notkun svokallaðs snjóboltaúrtaks. Helstu rannsóknarspurningarnar í
þeirri rannsókn voru „Hvernig skilur almenningur hugtakið almannatengsl?“, „Hvern
telur almenningur helsta ávinning almannatengsla vera?“ og „Hvernig er viðhorf
almennings til almannatengsla?“.
Í rannsókninni sem fram fór dagana áttunda til fjórtánda apríl árið 2009 var
almenningur spurður út í skilning þeirra á almannatengslum og fengust alls 237 svör.
Þátttakendur voru spurðir út í hvern þeir töldu vera helsta ávinning almannatengsla,
hvað það væri sem þeir tengdu við þau og almennt út í viðhorf þeirra til
almannatengsla. Þátttakendur voru einnig spurðir hversu sammála þeir voru hinum
ýmsu fullyrðingum sem settar voru fram varðandi almannatengsl.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að almenningur tengdi almannatengsl
mest við talsmenn fyrirtækja, markaðsstarf og annars konar samskiptaleiðir fyrirtækja
sem tengja saman fyrirtæki og almenning. Almenningur taldi almannatengsl snúast
um það að vera rödd fyrirtækis út á við og styrkja ímynd fyrirtækis. Almenningi
fannst almannatengsl einnig eiga að sjá um fréttatilkynningar. Helsti ávinningur af því
að nota almannatengsl var talinn vera, bætt ímynd fyrirtækis, faglega unnin
kynningarstörf og það að fréttir kæmust til réttra aðila á réttum tíma.
Í ljós kom eftir úrvinnslu gagna rannsóknarinnar að almenningur tengir, í nokkru
mæli, blekkingar við almannatengsl. Stór hluti þátttakenda, eða heil 20%, voru
sammála því að almannatengsl snerust um að blekkja almenning og hagræða
sannleikanum. Almenningur hafði þó á heildina litið fremur jákvætt viðhorf til
almannatengsla og taldi þann þátt markaðsstarfs vera mikilvægan hjá fyrirtækjum.

Samþykkt
12.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
almannatengsl_fixed.pdf777KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna